FréttanetiðOMG

ELSTA DÝR JARÐAR fannst á ÍSLANDI – 10 elstu dýr í HEIMI – MYNDIR

Elsta dýr jarðarinnar var 374 ára þegar það fannst á lífi fyrir utan strendur Íslands – langlífustu skepnur jarðar eru oftast sjávardýr.

Þegar talað erum langlíf dýr dettur flestum í hug að nefna páfagauka og skjaldbökur sem geta náð mjög háum aldri. Í sjónum leynast hinsvegar mörg furðudýrin sem ná nánast óhugnarlega háum aldri. Þetta eru dýr sem hafa öldum saman myndað sér náttúrulegt kerfi gagnvart rándýrum hafsins og hafa þróast í að vera harðgerðustu skepnur jarðar og langlífið fyrir löngu skrifað í genasamsetningu þeirra.

1
1. Ocean quahog (Arctica islandica) 400 ára
Ocean quahog (Arctica islandica) er einhver elsta skepna sem fundist hefur á lífi en hún fannst við strendur Íslands árið 1868 og var þá 374 ára en talið er að þetta harðgerða skeldýr geti náð 400 ára aldri sem er hæsti aldur sem vitað er um. Það er mikið sem náttúran hefur lagt á þetta litla harðgerða dýr sem lifir tilbreytingalausu lífi á hafsbotni í árhundruði.
2
2. Bowhead hvalur (Balaena mysticetus) 211 ára
Þessi risastóra tannlausa skepna er með stærri kjaft en nokkur önnur lífvera jarðar. Hún er 20 metrar og getur orðið allt að 100 tonn. Hvalurinn heldur til í köldum sjónum í kringum heimsskautið og við Grænland og er talinn geta lifað í rúmar 2 aldir. Sá elsti sem fundist hefur var 211 ára.
3
3. Rougheye rockfish 205 ára
Nei þetta er ekki risa stór gullfiskur. Þessi ófrýnilegi bleiki fiskur, sem getur orðið allt að 1 meter á lengd kallast Rougheye rockfish. Þeir geta náð gríðarlega háum aldri og sá elsti sem fundist hefur var 205 ára gamall blessaður.
4
4. Red sea Urchin 200 ára
Þetta kvikindi lítur út fyrir að stinga og ekkert rándýr sem vogar sér nálægt þessu furðulega skeldýri sem er að finna í Kyrrahafinu og getur náð allt að 177 ára aldri eftir því sem talið er.
5
5. Galapogos skjaldbakan 177 ára
Þessi elskulega skepna er langlífasta dýrið sem skríður um yfirborð jarðar og er vitað um eina sem varð 177 ára. Þær lifa einföldu lífi og sofa í allt að 14 tíma á sólarhring og geta vegið 250 kíló.
6
6. Shortraker rockfish (Sebastes borealis) 157 ára
Harðgerður bleikur fiskur sem getur orðið rúmur einn metri á lengd og lifað í 157 ár.
7
7. Sturgeon (Acipenser fulvescens) 152 ára
Fisktegund sem kann best við sig á botninum í fersku vatni og getur orðið rúmir tveir metrar á leng og 108 kíló. Fiskurinn lifir lengi en sá elsti sem fundist hefur hafði ráfað um botninn í rúma eina og hálfa öld.

8
8. Aldabra risa skjaldbaka 152 ára
Þessi risa skjaldbaka er grjóthörð og nær háum aldri eins og aðrar risaskjaldbökur sem flestar eru í útrýmingarhættu þrátt fyrir að vera eins harðgerðar og langlífar og raun ber vitni.
9
9. Orange roughy eða Búrfiskur 149 ára
Þykir bragðgóður fiskur og veiðist við strendur Íslands. Eins og nafnið gefur til kynna er hann appelsínugulur á litinn og getur orðið mjög stór. Elsti búrinn sem fundist hefur var 149 ára gamall. Spurning, – hvernig svona gamalt kvikindi bragðast?

10
10. Warty Oreo 140 ára
Þessi demantslaga fiskur finnst í suðurhöfum. Hann er í kringum 42 cm langur og getur orðið 140 ára gamall.
2013
Þessi mynd er unnin upp úr heimildum Discovery news um elstu dýr jarðar.  Sjá nánar HÉR – Statista.com.

Hvetjum sérfróða lesendur til að senda okkur íslensku heitin á þessum líffræðilegu ellismellum hér í athugasemdakerfið fyrir neðan greinina.

elly
Ellý Ármanns
e@frettanetid.is