FréttanetiðHeilsa

Elskar þú BOUNTY? Nú getur þú búið það til… á HEILSUSAMLEGAN hátt – UPPSKRIFT

Þessi stykki eru alveg eins á bragðið og Bounty-súkkulaði en þau eru holl og góð. Þetta er næstum því of gott til að vera satt.

Hollir Bounty-bitar

Botn – hráefni:

2 bollar kókosmjöl

1/2 bolli hráar kasjúhnetur

2 msk hunang

1/2 tsk vanilludropar

smá salt

1 msk kókosrjómi (ef vill)

Súkkulaði – hráefni:

3 msk kókosolía

4 msk kakó

3 msk hunang

Aðferð:

Setjið smjörpappír í 20 sentímetra, kassalaga form. Setjið öll hráefnin í botninn í matvinnsluvél og hrærið vel þar til allt er blandað saman. Þrýstið blöndunni í botninn á forminu og setjið í ísskáp á meðan þið búið til súkkulaðið.

Setjið öll hráefnin í súkkulaðið í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Smyrjið blöndunni á botninn og setjið aftur í ísskáp í 1-2 klukkustundir.