FréttanetiðFólk

Hér eru 10 leiðir sem koma í veg fyrir… að þú eldist OF HRATT

Samfélag okkar beinist að miklu leyti á útlitinu en þrátt fyrir aldurinn þá skipta tilfinningar þínar öllu máli. Hvernig þér líður að innan, ekki utan.  Útlitið er að mestu háð því hvernig þér líður en hér viljum við benda þér á nokkrar leiðir til að halda líkamanum heilbrigðum og andanum síungum.

1. Hættu í óhollustunni
Löngun eða þrá er eitthvað sem flestir takast á við. Óskar þú ekki stundum að þú vildir fá þér spínat en ekki kleinuhring?  Þráin að komast í eitthvað sætt og óhollt eins og súkkulaði, nammi, sætabrauð er vissulega öflug en mundu að þetta snýst allt um jafnvægi. Ef þú til að mynda þráir sykur þá skaltu reyna að fá þér eitthvað annað sem er betra fyrir þig þegar löngunin í sykurinn er sem mest. Umfram sykurneysla er ekki aðeins tengd við óteljandi heilsufarsvandamál heldur eykur sykurinn líkurnar á líkamlegri öldrun og það á ógnarhraða.  Sykur veldur hrukkum og bólgum. Það er margsannað.

2. Sofðu vel og lengi
Gefðu líkama þínum tíma til að sofa almennilega og eins lengi og hann þarfnast. Ef þú færð ekki nægan svefn hefur þú neikvæð líkamlega og andleg áhrif á sjálfa/n þig.   Ef þú sviptir þig svefni færðu bauga, húðin verður erfið því ójafnvægi skapast, þér líður illa og keðjuverkunin hefst.

3. Gefðu þér tíma fyrir sjálfa/n þig
Margir eru svo uppteknir við að hugsa um alla í kringum sig en gleyma því sem skiptir þá raunverulegu máli. Tilvera sem einkennist af stressi og leiðindum þar sem sjálfið er ekki ræktað veldur hraðari öldrun. Gakktu úr skugga um að þú hefur tíma til að huga vel á ÞÉR á hverjum degi. Farðu í göngutúr í gegnum garðinn sem gleður þig, slakaðu á í baði með rauðvínið þitt á kantinum eða bestu sápuna þína, vaknaðu aðeins fyrr til að komast í líkamsræktina og gerðu æfingarnar sem fá líkama þinn til að syngja af gleði. Lestu uppáhalds bókina þína. Fyrir alla muni – ekki gleyma að huga vel að þér.

4. Ekki drekka of mikið áfengi
Ef þú drekkur áfengi ertu á hraðri leið inn í ellina því áfengi veldur bólgum í líkamanum og hægir á efnaskiptunum. Áhættuþáttur áfengisneyslu er hár þegar kemur að mikilli notkun áfengis. Áfengi er vísun á streitu, kvíða, hraðri öldrum og þreytulegu útliti.

5. Hættu að stara í bakspegilinn
Ef þú ert stöðugt að hugsa um fortíðina þá ertu að spila aftur og aftur sama lagið í höfðinu á þér. Þú sóar orkunni í eitthvað sem er löngu liðið með því að dvelja endalaust í fortíðinni. Blóðþrýstingurinn hækkar og þú nærð ekki að upplifa gleðina.  Finndu leið til að fyrirgefa. Orka þín mun léttast og þú blómstrar.

6. Hittu vini og vandamenn
Ekki eyða tíma þínum í einrúmi. Það getur vissulega verið afslappandi og friðsælt en ekki gleyma að hitta fjölskyldu og vini. Það nærir sálina að vera í kringum fólk sem þú elskar. Eftir allt saman þá er hlátur besta yngingarlyfið.

7. Borðaðu hreina fæðu
Unnin matvara er slæm fyrir þig. Öll aukaefnin sjá til þess að þú eldist hraðar. Taktu þér tíma til að lesa innihaldið áður en þú setur mat inn fyrir varir þínar. Slepptu því sem hefur skaðleg áhrif á heilsu þína.

8. Ekki hreyfa þig með rangt viðhorf
Ef þú ert of upptekin/n að því að léttast og æfir á þeim forsendum – til að tapa þyngd þá ertu ekki að gera það sem sál og líkami þarfnast. Sannleikurinn er sá að allt gengur betur ef það er gaman.  Ef þú vilt missa nokkur kíló til að komast í þína óskaþyngd þá skaltu fyrir alla muni æfa með skemmtilegu fólki eða mæta í tíma sem gleðja þig.  Veldu líkamsþjálfun eins zumba, box, spinning, jóga, hlaup eða hvað það nú er sem þú hefur áhuga á að stunda og reyndu að hreyfa þig með jákvæðu hugarfari.

9. Hættu að taka sjálfa/n þig of alvarlega
Reyndu að hlæja eins oft og þú getur.  Jú, jú sumir hlutir eru vissulega alvarlegir en það eru fullt af hlutum sem hægt er að hafa gaman af ef þú aðeins leyfir þér það.  Ekki vera hrædd/ur við að hlæja eða láta eins og kjáni. Reyndu að hafa húmor að leiðarljósi og þá líka í erfiðum aðstæðum. Gleðin dregur úr streitu og hláturinn vísar öllu upp á við.

10. Leyfðu þér að elska og vera elskuð/elskaður
Ef þú og maki þinn eru of upptekin til að njóta stundarinnar saman þá er kominn tími til að endurskoða áherslurnar í sambandinu. Gefðu þér tíma fyrir nánd því hún er mikilvægari fyrir heilsuna en þú heldur. Nánd sér til þess að líkaminn höndlar streitu betur en ella. Nánd losar endorfín í líkamanum sem gerir þig hamingjusama/n. Og hvers vegna ættir þú ekki að eyða meiri tíma með einhverjum sem þú elskar?