FréttanetiðMatur & drykkir

KAFFIKÚLURNAR gerast ekki mikið betri – UPPSKRIFT

Konfektið gerist ekki mikið betra en þessar litlu kúlur sem eru stútfullar af kaffi, hnetum, fræjum og súkkulaði. Algjört lostæti.

 

Kaffikúlur

Hráefni:

2 msk kakó

6 msk kalt, sterkt kaffi

1/2 tsk salt

1 bolli heslihnetur

2 bollar kókosmjöl + 1/2 bolli til að rúlla kúlunum upp úr

1/2 bolli hempfræ

1/2 bolli chiafræ

1/2 bolli dökkir súkkulaðibitar

1 bolli brúnt hrísgrjónasíróp

allt að 1/4 bolli hlynsíróp

Aðferð:

Setjið kakó í skál og blandið kaffinu varlega saman við og hrærið stanslaust þar til engir kekkir eru. Ristið hneturnar á pönnu yfir meðalhita í nokkrar mínútur. Leyfið þeim að kólna og saxið þær síðan niður. Setjið hneturnar og öll þurrefnin í stóra skál og hellið hrísgrjónasírópinu og kaffiblöndunni saman við. Blandið vel saman. Bætið hlynsírópinu smátt og smátt saman við og smakkið til. Ef þið viljið hafa kúlurnar sætar setjið þið 1/4 bolla en ef ekki þá setjið þið bara smá. Blandið öllu mjög vel saman. Það er erfitt en tekur ekki langa stund en blandan á að vera klístruð. Búið til kúlur úr blöndunni og rúllið þeim upp úr kókosmjöli. Ef þær eru mjög klístraðar er um að gera að skella þeim inn í ísskáp í smá stund áður en þið veltið þeim upp úr kókosmjöli. Þessar geymast í kæli í allt að 24 stundir.