FréttanetiðFréttir

Ekki geyma FARSÍMA í buxnavasanum… því farsímar DREPA sæði… og gera karlmenn ÓFRJÓA

Ný rannsókn við læknaháskólann Technicon í Haifa í Ísrael hefur leitt í ljós að farsímar hafa gríðarleg áhrif á frjósemi karlmanna, sérstaklega þeirra sem geyma símana í buxnavasanum, nálægt getnaðarlimnum og eistum.

Frjósemissérfræðingar við skólann rannsökuðu hundrað menn í eitt ár og komust að því að karlmenn sem notuðu farsíma í eina klukkustund á dag eða höfðu símann á sér allan daginn væru í raun að sjóða sæðisfrumur sínar. Því var magn sæðisfruma hjá þessum mönnum minna en eðlilegt þykir. Þeir menn sem geymdu símann í buxnavasa sínum voru 47 prósent líklegri til að verða ófrjóir en þeir sem geymdu símann annars staðar.

Þá kemur einnig fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að magn sæðisfruma var einnig minna en gengur og gerist hjá þeim karlmönnum sem sváfu með símann uppi í rúmi eða á náttborði við rúmið.

Rannsakendur vilja mæla með því við karlmenn að geyma farsíma alls ekki í buxnavasa, nálægt eistunum heldur frekar í brjóstvasa eða jakkavasa.