FréttanetiðMatur & drykkir

Ekki eyða peningum á KAFFIHÚSUM… búðu til ekta kaffi heima hjá þér

Margir kaupa sér kaffi á kaffihúsum því þeir ná aldrei að gera ekta kaffi heima hjá sér. Ef þú fílar mjólk með mikilli froðu í kaffið þá ættirðu að lesa lengra.

Það sem þú þarft að gera er að setja mjólk í krukku og loka henni. Hristu mjólkina mjög rösklega í 10-15 sekúndur og settu krukkuna svo strax inni í örbylgjuofn, án loksins, og hitaðu í 45 sekúndur.

Vittu til – þegar þú hellir mjólkinni í kaffið kemur þessi ekta mjólkurfroða sem gerir kaffið þitt 100 prósent betra.