FréttanetiðFréttir

EKKI drekka KAFFIÐ í flugvélum… bara alls ekki

Kelly Payne er ferðabloggari sem vann í mörg ár í flugbransanum, fyrst sem flugfreyja. Hún skrifar athyglisverða bloggfærslu á vefsíðu Huffington Post þar sem hún ljóstrar upp nokkrum leyndarmálum úr flugbransanum.

Eitt sem Kelly biður fólk um að gera er að drekka ekki kaffi í flugvélum.

“Aldrei drekka kaffi í flugvélum. Bara alls ekki,” skrifar hún.

“Það er ekki hellt upp á það með flöskuvatni og segjum sem svo að drykkjarvatn í flugvélum er ekki girnilegt. Lokurnar til að hreinsa salernisúrgang og lokurnar til að fylla á hreina vatnið eru mjög nálægt hvor annarri og oft er það sami maðurinn sem gengur í bæði störfin…á sama tíma,” bætir hún við.

Þá segir hún að oft sé verið að snuða mann þegar kemur að áfengum drykkjum.

“Það eru góðar líkur á að romm og kókið þitt sé bara kók með smá rommi á glasabrúninni þannig að þú finnir bragð af áfenginu.”

Bloggfærslu Kelly í heild sinni má lesa hér.