FréttanetiðMatur & drykkir

EINSI KALDI er málið… þegar þú heimsækir Vestmanneyjar

Veitingarýni Fréttanetsins –  Ellý Ármanns skrifar:

– Einsi Kaldi er veitingastaður staðsettur í Vestmannaeyjum á jarðhæð Hótel Vestmannaeyja í byggingu sem á sér langa og merka sögu.

– Þjónustan til fyrirmyndar.
– Umhverfið og andrúmsloftið yndislegt.
– Allir réttir guðdómlega góðir (og matarmiklir).
– Kaffið dásamlegt.
– A+++

 

Þegar Fréttanetið sótti veitingastað í Vestmannaeyjum sem ber nafnið Einsi kaldi sem er vísun í nafn matreiðslumeistarans Einars Björns Árnasonar sem er rómaður fyrir snilld sína í matargerð voru væntingarnar litlar sem engar en þessi einstaki veitingastaður sem hefur verið starfræktur frá 2011 og tekur 80 manns í sæti kom heldur betur skemmtilega á óvart en maturinn þar er gómsætur vægast sagt.

IMG_5172
Þor­steinn Ívar Þor­steins­son aðstoðarkokk­ur Einsa Kalda kom fram í veitingasalinn og gaf sér tíma til að útlista þennan gómsæta kjötrétt staðarins þrátt fyrir annir í eldhúsinu. Lambið var ljúffengt mjög.

einsi1

Þegar inn var komið á fallega innréttaða veitingastaðinn Einsa Kalda sem er staðsettur á besta stað á eyjunni fögru var tilfinningin strax hlý og notaleg. Allir réttir sem pantaðir voru af matseðli þetta kvöld eru gerðir úr fersku íslensku hráefni, matarmiklir og það sem meira er er að þeir glöddu augu ekki síður en bragðlauka meira en orð fá lýst.

IMG_5197
Þjónustan á Einsa Kalda er framúrskarandi góð og persónuleg. Starfsfólkið sér til þess að gestir upplifa einstaka stund þegar kemur að því að njóta þess að snæða dýrindis mat og drykk.

IMG_5157
Hrossa tataki er forréttur Einsa Kalda sem allir sem heimsækja Vestmannaeyjar verða einfaldlega að smakka. Bragðmikill réttur þar sem hver einasti munnbiti svoleiðis leikur við bragðlaukana á magnaðan hátt.  Hrassa tataki Einsa Kalda saman stendur af brenndum hvítlauk, mangó, möndlum, radísum og ætilþirstlum.

IMG_5163
Humar og hörpuskel er framreiddur með basilikukremi, parmesan, perlulauk, gúrku og dilli. Þvílík himnasending.

IMG_5173
Lambakóróna var borin fram með kartöflusmælki, grænkláli, gulrótum, steinseljurót, perlulauk og garðablóðbergssósu. Kjötið var fullkomlega eldað og sósan vægast sagt guðdómleg. Þessi samsetning af hráefni með dýrindis lambi er ,,to die for”.

einsi2
Einsi Kaldi í Vestmannaeyjum er yndislegur staður sem tekur utan um gesti þéttingsfast og innilega.

IMG_5185
Kleinuhringur Crème brûlée
Um er að ræða klikkaðan eftirrétt sem samanstendur af kleinuhring með vanillukremi, karamellu súkkulaðisósu og vanilluís. Þessi eftirréttur er svo góður að hann toppar alla eftirrétti sem þú hefur lagt þér til munns síðan þú fæddist.

IMG_5189
Skyrbúðingur og bláberja eftirréttur Einsa Kalda er ekki ,,bara skyrbúðingur með bláberjum” heldur brjálæðislega bragðgott skyr með bláberjamarengs, þeyttu skyri, bláberjasorbet og hvítu súkkulaði. Þessi hressandi eftirréttur bræðir hjarta þitt gjörsamlega og gleður veskið að sama skapi.

Einsi Kaldi er með sanni fimm stjörnu veitingastaður sem allir sem heimsækja Vestmannaeyjar einfaldlega verða að gefa sér tíma til að upplifa í mat og drykk.

Ógleymanlegur er kleinu­hringja-Crème brûlée eftirrétturinn sem fær bragðlaukana til að dansa af gleði í marga daga eftir á.

* * * * *

Einsi Kaldi heimasíða

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
instagram.com/ellyarmannsdottir

e@frettanetid.is