FréttanetiðHeilsa

Drekktu ÞETTA… 1 klukkutíma fyrir svefn… og þú SEFUR eins og UNGABARN – UPPSKRIFT

Almenn heilsa og vellíðan veltur á góðum nætursvefni. Góður svefn eru lífsgæði.  Á hinn bóginn getur langvarandi svefnleysi valdið alvarlegum vandamálum.  Hér er góð lausn við svefn-erfiðleikum en hún felst í að drekka þessa heimatilbúnu banana-kanil blöndu klukkustund fyrir svefn og laga þar með svefnröskun.

Innihaldsefni:

1 banani
½ tsk. kanill
1 lítra af vatni

Aðferð við undirbúning: Sjóddu vatnið í litlum potti. Afhýddu bananann og settu hann út í sjóðandi vatnið sem þú lætur svo sjóða áfram í 10 mínútur.  Bættu við klípu af kanil til að bæta bragðið.

Notkun:  Drekktu þessa blöndu klukkutíma áður en þú ferð að sofa.  Bæði innihaldsefnin í þessari svefnblöndu eru gagnleg heilsu þinni. Kanill er ríkur af eugenól og phenylpropanoids  sem bæta blóðrásina og meltinguna sem hefur sterk áhrif á svefn þinn. Þar að auki gefur kanillinn hið fullkomna bragð og mun hjálpa líkamanum að slaka á fyrir nóttina. Bananar eru mjög góðir gegn svefnleysi en þeir eru ríkir í amínósýru sem kallast tryptófan sem vekur serótónín í líkamanum sem hefur góð áhrif á svefn.

Ennfremur munu bananar bæta skap þitt og stjórna matarlystinni þar sem þeir eru ríkir í kalíum, járni, kalki og steinefnum.

Þó að svefnpillan hjálpi þér að sofna leysir hún ekki hið raunverulega vandamál. Því skaltu ekki hika við að prófa mismunandi aðferðir sem hjálpa þér  að slaka á, borða holla fæðu og hreyfa þig daglega.

svefn1
Ef þú vilt góðan svefn – skaltu lesa ÞETTA.