FréttanetiðHeilsa

Ein lítil kúla… svo mikil ORKA… þetta gotterí er aðeins of gómsætt – UPPSKRIFT

Ef ykkur vantar orkuskot á morgnana eða yfir daginn þá mælum við með þessum haframjölskúlum. Þær eru algjört lostæti!

Haframjölskúlur

Hráefni:

1/2 bolli möndlusmjör

2 msk kókosflögur

1 bolli haframjöl

2 msk fíkjusulta

1 msk chia fræ

3 tsk hempfræ

1 tsk vanilludropar

1/4 bolli dökkir súkkulaðibitar (ef vill)

Aðferð:

Blandið smjöri, flögum, haframjöli og sultu vel saman í stórri skál. Bætið fræjum, vanilludropum og súkkulaði út í. Hér er gott að nota hendurnar til að blanda öllu vel saman. Ef blandan er þurr er ráð að bæta smá meira smjöri við. Ef blandan er of blaut er hægt að blanda meira haframjöli saman við. Búið til 12 kúlur úr blöndunni og geymið í lofttæmdu íláti í allt að viku í ísskáp, eða í mánuð í frysti.