FréttanetiðFólk

Egill Jacobsen best geymda leyndarmál Reykjavíkur

Ellý Ármanns skrifar:

Það er hlý og ljúf stemmning í loftinu á veitingastaðnum Egill Jacobsen sem er nýr veitingastaður í hjarta Reykjavíkur staðsettur í gullfallegu húsi í Austurstræti. Þar er boðið upp á rómaðan brunch í nafni staðarins sem og vegan-brunch alla daga vikunnar.  Fréttanetið gerði sér ferð á þennan fallega veitingastað í einum tilgangi og það var að prófa tvær útgáfur af brunch staðarins.

egillhus

Veitingastaðurinn Egill Jacobsen er í stórglæsilegu húsi við Austurstræti sem byggt var árið 1921 og hýsti í upphafi vefnaðarvöruverslun sem bar sama nafn, Egill Jacobsen, og þjónaði Íslendingum í yfir 70 ár.

vegan3

Jacobsen´s Brunch er einstaklega vel útilátinn diskur með gómsætri samsetningu af úrvals hráefni sem svoleiðis leikur við bragðlaukana.   Eggjahræra, bakaðar kartöflur, pylsur, beikon, sveppir, salat, avacado, hummus, tómatar, mozarella ostur, pönnukökur, jógúrt, musli, ávextir, ostur, grænn nýkrestur safi og nýbakað súrdeigsbrauð.

vegan1

Grænn brunch (vegan) er dásemd fyrir þá sem kjósa ,,Green brunch” staðarins.  Þá er einnig hægt að setja saman sinn eigin brunch með því að velja hráefni sem saman er sett á diskinn. Vegan brunchinn inniheldur tófú, bakaðar kartöflur, sveppir, bakaðar baunir, avacado, steiktir tómatar,  ávextir, pönnukökur,  súrdegisbrauð og grænn safi.

Grænn safinn sem borinn er fram með brunchinum inniheldur mango, gúrku, spínat, avokado og engifer. Brakandi ferskur. 

egill_saman

Að snæða á veitingastaðnum Egill Jacobsen er ævintýri líkast og greinilegt að á þessum veitingastað ræður mikill listakokkur ríkjum, gæðakaffi er í öndvegi og þjónustan og huggulegheitin til fyrirmyndar.

Fullt hús stiga (5 stjörnur/*****)

Þú verður einfaldlega að prófa brunchinn sem kostar innan við 3000 krónur. 

Egill Jacobsen er á Facebook

Egill Jacobsen er á Instagram