FréttanetiðFólk

LESTU þetta… og þú munt ALDREI… henda EGGJASKURN aftur… A-L-D-R-E-I

Öll hendum við eggjaskurninni þegar við bökum, eldum eða matreiðum eggjarétti. En flest okkar hafa ekki hugmynd um að eggjaskurnin er meinholl.  Eggjaskurn er besta náttúrulega uppspretta sem þú finnur af kalsíum sem líkaminn vinnur fullkomlega úr með því að melta skurnina. Eggjaskurnin er nefnilega uppistaðan í steinefnum sem þú tekur inn í töfluformi.

Styrkir taugar, vöðva og bein
Þetta kalsíum sem er í skurn eggja er í raun sama kalsíum og þú ert með í tönnum þínum og beinum. Þetta umrædda kalsíum er afar mikilvægt fyrir taugarnar, vöðva og bein.  Hálf matskeið af eggjaskurn (í durftormi) inniheldur um 1000-1,500 mg af kalki, sem er næstum 90 prósent af ráðlögðum dagskammti fyrir fullorðinn einstakling.   Fjölmargar rannsóknir sem framkvæmdar voru í US National Institute of Health hafa sýnt fram á að líkaminn vinnur auðveldlega kalk úr eggjaskurn (duft).  Þetta eggja-duft styrkir beinin, dregur úr kólesteróli og kemur jafnvægi á blóðþrýsting.

Aðferð – eggjaskurn til inntöku: Þú sýður eggjaskurnina í 10 mínútur til að útrýma bakteríum, lætur hana síðan kólna. Þá mylur þú skurnina til að gera úr henni örfínt duft.  Þá geymir þú duftið í dauðhreinsuðu íláti. Við mælum með að þú setjir duft í smoothie-inn þinn sem náttúrulega viðbóð af kalsíum fyrir kroppinn þinn sem mun blómstra í kjölfarið.

Uppfært: Athugasemd frá lesanda Fréttanetsins:  Ekki sjóða, heldur baka í ofni, góð sótthreinsun og auðveldara að mylja í duft   Við suðu tapast töluvert af efnum út í vatnið.