FréttanetiðFólk

„Ég þurfti að fara að slaka aðeins á“

Kristbjörg Jónasdóttir, 27 ára, fitnesskona og Aron Einar Gunnarsson, 25 ára,  fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu eiga von á frumburðinum í lok mars.  Parið, sem býr í Bretlandi þar sem Aron spilar með Cardiff í Championship-deildinni, eru að vonum spennt. Við spjölluðum við Kristbjörgu verðandi mömmu með meiru. Myndirnar af Kristbjörgu tók Amanda Williams.

961577_10153100965815185_995480183_n

Tuttugu dagar þar til prinsinn kemur í heiminn
„Ég er gengin 37 vikur og einn dag. Ég er sett 21. mars þannig að það eru 20 dagar eftir núna.Við eigum von á litlum prinsi,“ segir þessi fallega verðandi móðir þegar samtal okkar hefst.

„Mér er búið að líða bara vel. Er farin að sakna þess mjög mikið að ganga í einhverjum af fötunum mínum og að hreyfa mig jafn mikið og ég er vön en ég held að ég geti ekki kvartað mikið yfir heilsunni á þessari meðgöngu,“ segir hún.
11008846_10153101003390185_262572533_n

Nú er tíminn til að slaka aðeins á
Hvernig hefur meðgangan verið?

„Ég er nýlega farin að finna fyrir verkjum í grindinni og barnið liggur víst á einhverri taug sem er pínu óþægilegt en það er svona kannski það eina sem ég get kvartað yfir og svo bjúgur en hann er aðeins farinn að setjast á mig núna eftir að ég þurfti að fara að slaka aðeins á.“

11009076_10153101003355185_1687088301_n

Hreyfingin stór partur af lífsstílnum
Ertu dugleg að hreyfa þig núna?
„Já, ég fer út að labba á hverjum degi og reyni að synda líka. Hreyfing er svo ofboðslega stór partur af mínum lífsstíl að mér líður bara hálf illa að gera það ekki. Mestu máli skiptir bara að hlusta á líkamann sinn og ofgera sér ekki.“

11016758_10153101003415185_474562048_n (1)                                                                                                    
Æfði alla meðgönguna

Þegar talið berst að líkamsræktinni samhliða meðgöngu segir hún:  „Ég er búin að æfa alla meðgönguna. Var í pilates, lyfti, synti og hljóp í byrjun en þurfti að hætta því fljótlega þar sem ég þurfti alltaf að vera að stoppa því ég  þurfti endalaust að pissa. Ég er ennþá að kenna tímana mína hérna vikulega og tek fullan þátt í tímunum nema í hoppunum og brjáluðum látunum,“ segir Kristbjörg.
11016721_10153100959870185_1761867829_nAron tekur virkan þátt í undirbúningnum
Tekur unnusti þinn þátt í meðgöngunni? „Já, hann er mjög virkur og hefur stutt ofboðslega vel við bakið á mér. Honum fannst þetta allt frekar óraunverulegt fyrst. Hann var náttúrulega ekki að upplifa það sama og ég eins og hreyfingar og annað en mér fannst hann alltaf verða virkari og spenntari sem leið á meðgönguna og bumban stækkaði og hann fór að finna spörk og aðrar hreyfingar.“ 

PLASS instagram/arongunnarsson

Dekrar konuna sína – nema hvað
„Hann má samt eiga það að hann er ansi duglegur að dekra við mig og hugsar voða vel um mig. Sem dæmi get ég nefnt að við hjálpumst mikið að eins og með þrif, eldamennsku, förum saman í göngutúra og fórum saman á fæðingarnámskeið. Við höfum verið að fara saman að kaupa allt og undirbúa fyrir komu hans sem mér finnst mjög skemmtilegt. Hann er líka voðalega duglegur að afla sér upplýsinga og undirbúa sig fyrir komandi hlutverk,“ segir hún glöð.

11015168_10153101003345185_1745077165_nÆtlar að taka því rólega og njóta
Spurð um í framtíðina í líkamsræktinni samhliða móðurhlutverkinu svarar Kristbjörg yfirveguð: „Planið hjá mér er að sjálfsögðu að njóta tímans með litla og Aroni og koma mér inn í nýtt hlutverk og taka því bara rólega. Svo á ég eftir að byrja aftur í minni reglulegu rútinu, byrja að æfa aftur og koma mér í mitt vanalega form.  Ég mun setja inn myndbönd af hugmyndum af æfingum og hollum mat á Instagram og Facebook síðurnar mínar sem verða vonandi hvatning fyrir aðrar nýbakaðar mæður.“

11020918_10153101003385185_655313025_nKrúttlegir fótboltaskór fyrir drenginn sem Kristbjörg gengur með. Mynd/Amanda Williams.

Fylgstu með Kristbjörgu á Instagram og Facebook.