FréttanetiðBílar

,,Ég hef ekki upplifað annan eins unað við að aka bíl” – Rafmagnaður VW E-Golf

Þegar mér bauðst að prufukeyra rafbílinn Volkswagen E-Golf þá hugsaði ég mig ekki um tvisvar heldur stökk á það því ég hef mikinn áhuga á betra umhverfi þannig að ég var mjög spenntur fyrir þessu.

2015-05-26 14.52.29
Ég hafði orð á prufuakstrinum við allmarga dagana á undan, að ég væri að fara að prufa rafbíl, og viðbrögð flestra voru frekar neikvæð fannst mér. Og dæmin sem ég fékk að vita um rafbíla var ekki til að selja mér hugmyndina að fá mér einn.

En það voru dæmi eins og :

  • Ef þú ætlar að komast upp Kópavogshálsinn, þá þarftu að slökkva á útvarpinu.
  • Ef svona bílar lenda í óhappi þá er slökkviliðsmenn í stórhættu ef þeir þyrftu að beita klippum.
  • Batteríin í þessum bílum duga í 3 ár og þá þarf að endurnýja þau og þau kosta formúgu.
  • Hvar á ég að hafa hleðslustöðina ef ég á heima í blokk?

En ég ákvað að prófa samt og mætti upp í Heklu, fékk lyklana og settist inn í bílinn, lét lykilinn í svissinn og sneri, ekkert gerðist, og ég sneri aftur, en þá tók ég eftir grænu ljósi í mælaborðinu sem á stóð ready. Hann fór þá náttúrulega í gang í fyrstu tilraun, maður er bara svo vanur því að heyra eitthvað.

 

2015-05-26 14.52.15
Það er alger þögn í bílnum. Ég ók af stað og ég hef ekki upplifað annan eins unað við að aka bíl, veghljóðið er svo lítið að þú ekur í þögn.  Krafturinn í honum er svakalegur, maður stígur á inngjöfina og allur krafturinn fer beint út í dekkin og hann er ekki nema 4 sekúndur upp í 60 km hraða, sem er eins og góður sportbíll. Hann er lipur og fjaðrar vel, sem er ákaflega hentugt á þessum holóttu vegum á höfuðborgarsvæðinu. Bíllinn er sjálfskiptur aðeins með einn gír, þannig að hann er ekki endalaust að skipta sér þegar maður er að flýta sér. 

2015-05-26 14.53.26
Maður hefði haldið að í svona rafmagnsbíl, þá væri aðeins sparað í þessum rafmagngræjum sem maður þekkir í öllum bílum í dag eins og rafmagn í rúðum og sætishitarar. Þetta er allt í E-golfinum ásamt fínu útvarpi,  frábæru leiðsögukerfi  sem birtist á 8″ litaskjá ásamt því að í mælaborðinu, í beinni augnlínu við bílstjórann er nafnið á götunni sem maður er á hverju sinni.

2015-05-26 14.53.22

Ég hafði bílinn í sólarhring og ég vildi ekki skila honum, svo ánægður var ég með hann en á þessum tíma lærði ég ýmislegt um rafbíla. Eins og til dæmis að ég þurfti alls ekki að slökkva á útvarpinu til að komast upp brekku, útvarpið var reyndar ekki mikið notað en það var meira útaf þögninni.

2015-05-26 14.53.39
Leðursætin í E-Golf eru afar vönduð og enn þægilegri, stundum svo að sumir taka aukahring á heimleið til að geta setið aðeins lengur. Leðrið kemur í þremur litum sem hægt er að velja á milli; svart, brúnt eða dökkgrátt.
2015-05-26 14.54.24
GPS (sjá tölvuskjár á mynd): Sumir hafa velt fyrir sér hvernig hægt er að rata í öll þessi nýju hverfi á höfuðborgarsvæðinu eða einfaldlega finna hentugust leiðina frá A til B. Meðan einhverjir treysta á innsæi eða gott minni, geta eigendur E-Golf einfaldlega nýtt sér frábært GPS kerfi bílsins þar sem þú einfaldlega færð skýrar leiðbeiningar um réttu leiðina hverju sinni.

Full hleðsla innan við 400 íslenskar krónur
Einnig lærði ég það að rafbíll er hinn fullkomni snattbíll eða ,,hinn bíllin,” annar bíll fjölskyldunnar, sá sem aldrei fer út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er ekki eins og bensínið sé ókeypis. Full hleðsla á bílinn kostar innan við 400 krónur (Ca. 1.5 króna á pr km) og á að duga við fullkomnar aðstæður 190 km, venjulegt snatt fer aldrei yfir 50 km á dag.

Þannig að hleðslan dugar alltaf. Það er auðvelt að hlaða hann og ég myndi ekki setja það fyrir mig að fá mér rafbíl þótt ég byggi í fjölbýli. Á þessum tíma sem ég hafði bílinn gat ég engan veginn fundið eitthvað neikvætt við hann, þægindin og útlitið já og verðið, rétt undir 5 milljónum, það mælir allt með því að fá sér rafbíl, sem bíl tvö fyrir fjölskylduna.

2015-05-26 14.56.04 2015-05-26 14.56.16-2
Bakkmyndavélar geta verið afar þægilegar enda staurar og steinar á víð og dreif sem auðvelt er að bakka á. Þessar myndavélar geta auðveldlega bjargað miklu.
2015-05-26 14.56.47
Umhverfisvænn: E-Golf er afar umhverfisvænn og raunar eins grænn og kostur er. Það er hægt að aka um á bílnum með góða samvisku í fullvissu um að umhverfið nýtur góðs af svona bíl.
2015-05-26 14.57.01

Prufukeyrsla: Viðar Jakob Gunnarsson.

Lesa meira um rafmagnaðan Volkswagen E-Golf HÉR.