FréttanetiðFólk

„Ég grét í margar nætur og sem unglingur fannst mér sem lífi mínu væri lokið“ – MYNDBAND

Líf Lizzie Velasquez breyttist að eilífu í kjölfar þess að sjá sjálfa sig í YouTube myndbandi sem titlað hafði verið „Ófríðasta kona heims“.  Nú hefur kvikmynd verið gerð um líf hinnar 26 ára gömlu Lizzie.

Lizzie, sem var aðeins 17 ára gömul þegar hún rakst á myndbandið, varð skelfingu lostin þegar hún komst að því að stúlkan í myndbandinu var hún sjálf.

lizzy2f

4 milljón manns horfðu á hið grimmilega myndbrot á netinu og skyldu margir eftir viðbjóðslegar athugasemdir um Lizzie á borð við spurningar eins og „af hverju var hún ekki líflátin við fæðingu?“.

„Ég var í áfalli,“ sagði Lizzie en það var ekki fyrr en ég fór að lesa athugasemdirnar sem mér fór að líða verulega hörmulega.“

Í einni athugasemdinni var spurt: „Af hverju gáfu foreldrar hennar hana ekki frá sér?“ og í annarri var stungið upp á því að „brenna það með eldi.“

Lizzie gat ekki fengið sig til þess að lesa allar athugasemdirnar. „Ég grét í margar nætur og sem unglingur fannst mér sem lífi mínu væri lokið.“

LISSYf

Lizzie ákvað hins vegar að berjast á móti með því að opna sína eigin YouTube rás til þess að leyfa fólki að kynnast þar manneskjunni betur, sem sýnd var í myndbandinu  „Ófríðasta kona heims“. Í dag eru yfir 240.000 áskrifendur að YouTube rásinni hennar.

Lizzie segist auðvelda öðrum, sem einnig hafa lent í ofsóknum vegna útlits síns, að leita sér hjálpar og að berjast á móti ofsækjendum sínum. Einnig vinnur hún með Tina Meier, en dóttir hennar framdi sjálfsmorð eftir að hafa lent í einelti á netinu.

Lizzie lenti sjálf í einelti vegna útlits síns á unga aldri eftir að fæðast með sjaldgæfa heilkennið Marfan og efnaskiptasjúkdóminn fitukyrking. Hún er 157 cm á hæð og 27 kg að þyngd, hún er blind á hægra auga en hefur örlitla sjón á því vinstra. Lizzie hefur þurft að leggjast inn á spítala ótal sinnum vegna skurðaðgerða.

lizzyf
Um þessar mundir er sagt frá lífi hennar í nýrri kvikmynd sem frumsýnd er á „South By Southwest“ hátíðinni í Austin, Texas.

Sara Hirsch Bordo leikstjóri kvikmyndarinnar um Lizzie sem fengið hefur titilinn „The Lizzie Project“ segir að „upplifun hennar á því að sigrast á mótlæti og ná yfirhöndinni á sársaukafullum upplifunum er eitthvað sem á erindi til allra.“