FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta LOSTÆTI… er fullkomið… ef þú átt það til að SUKKA – UPPSKRIFT

Við mælum hundrað prósent með þessari frosnu jógúrt sem er í hollari kantinum og fullkomin ef þú átt það til að detta í sukkið – eða öllu heldur óhollustuna.

Frosin jógúrt

Hráefni:

500 g frosin ber

3 msk hunang/agavesíróp

1 bolli kókosjógúrt/kókosrjómi/fitusnauð jógúrt

2 msk sítrónusafi

1 msk vatn

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum vel saman í blandara. Hellið í ílát sem hægt er að loka og setjið í frysti. Frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir.