FréttanetiðHeilsa

Ef þú vilt léttast… þá verður þú að æfa SEX DAGA VIKUNNAR

Michelle Bridges, þjálfari í þættinum The Biggest Loser í Ástralíu, segir lykilinn að því að léttast vera að æfa sex daga vikunnar í fimmtíu til sextíu mínútur í senn.

“Við viljum búa til venjur og og siði,” segir Michelle í viðtali við Popsugar og bætir við að ef maður venji sig á að fara í ræktina nánast daglega verði það ekkert mál að drífa sig af stað.

Klukkutímalöng hreyfing á degi hverjum hljómar eins og mikil vinna en Michelle undirstrikar að maður þurfi ekki að æfa stíft alla dagana. Hún mælir með að maður fari á mjög erfiðar æfingar, eins og Tabata, þrjá daga vikunnar, æfi létt tvo daga vikunnar og eigi síðan einn mjög rólegan æfingardag.

“Þú þarft ekki að æfa eins og Ólympíuverðlaunahafi alltaf en þetta snýst um að byggja upp venjur. Ég er handviss um að manneskju sem æfir sex daga vikunnar gengur betur að mæta en þeirri sem æfir bara þrisvar sinnum í viku.”