FréttanetiðFólk

Ef þú veist nákvæmlega hvar þú FITNAR… sérðu hvernig þú getur losnað við kílóin

fitan
1.
Offita. Þessi líkamslögun er sérstaklega ríkjandi á vesturlöndum. Hér er um að ræða fiturík matvæli sem viðkomandi borðar allt of mikið af og mikinn sykur að sama skapi. Lausn: Smærri skammtar, minna sykurát og regluleg hreyfing getur haldið offitunni í skefjum.

2. Magasvæðið.  Þunglyndi, streita og kvíði leiðir til offitu í kringum magasvæðið. Þeir sem stækka sérstaklega í kringum umrætt svæði eiga það til að borða allt of mikið þegar tilfinningarnar bera þá ofurliði og þá helst með sælgæti og óhollustu. Lausn: Hér er þörf á því að sleppa sykrinum og finna upptök streitunnar sem veldur offitunni á þessu svæði.  Ef viðkomandi er þunglyndur ber að leita til fagaðila.

3. Glúten óþol. Þetta svæði á það til að stækka hjá unglingum og konum sér í lagi. Mikil glúten neysla og hormónabreytingar eiga stóran hlut í máli sem og hreyfingarleysi og fituríkt mataræði. Lausn: Alls ekki reykja, sleppa áfengisneyslu og langtímasetu. Hreyfing nauðsynleg a.m.k. 30 mínútur á dag þó ekki væru nema stuttir göngutúrar.

4. Æðakölkun er oft ástæðan fyrir fitusöfnun á þessu svæði. Ef miðjusvæðið er eins og myndin sýnir á viðkomandi á hann eflaust erfitt með öndun.  Lausn: Áfengisneysla verður að minnka ef þetta svæði stækkar stöðugt og viðkomandi drekkur. Hreyfing er nauðsynleg daglega og mikil vatnsdrykkja.

 5. Þetta svæði hefur tilhneigingu til að safna fitu sama hvað viðkomandi gerir. Hér gæti verið vaxtarlag sem gengur í ættir verið ástæðan en yfirleitt er þetta svæði bólgið eða viðkvæmt.  Lausn: Þá er mikilvægt að vökva sig vel með vatnsdrykkju daglega og hreyfa sig.  Mataræðið skiptir sköpum. Alfarið að sleppa brauðneyslu væri æskilegt fyrir viðkomandi.

6. Offita vegna kyrrsetu. Aðgerðaleysi gerir ekkert fyrir viðkomandi. Óvirkni líkamans leiðir til þess að hann tekur á sig þessa lögun.  Lausn: Viðkomandi ætti að borða litlar máltíðir með reglulegu millibili en það flýtir fyrir niðurbroti fæðunnar. Þá verður  viðkomandi að hreyfa sig, hætta í sykurneyslu, kveðja áfengi og tóbak.

Lestu: Svona losnar þú við magafituna.