FréttanetiðHeimili

Ef þú kannast við þessa TÍU HLUTI… þá ertu að OFDEKRA barnið þitt

Ef börn eru dekruð getur það dregið dilk á eftir sér. Þau hætta að hlýða og reyna að stjórna öllu og öllum í kringum sig.

Vefritið Popsugar hefur tekið saman tíu merki þess að barn sé ofdekrað og ef þið kannist við eitthvað af þessu ættuð þið að hugsa ykkar gang í foreldrahlutverkinu:

1. Barnið fær reiðiköst – oft

2. Barnið er aldrei ánægt með neitt

3. Barnið hjálpar aldrei til

4. Barnið reynir að stjórna fullorðnum

5. Barnið verður þér oft til skammar á almannafæri

6. Barnið deilir ekki neinu með öðrum, til dæmis dóti eða nammi

7. Það þarf að grátbiðja barnið um að gera hitt og þetta

8. Barnið hunsar þig

9. Barnið vill ekki leika sér eitt

10. Það þarf að múta barninu svo það geri það sem foreldrið vill