FréttanetiðFréttir

Ef þú hreyfir þig á MEÐGÖNGU… mun barnið þitt elska HREYFINGU

Ný rannsókn sem birt er í The FASEB Journal gefur til kynna að það eru meiri líkur á að barnið þitt muni elska að hreyfa sig og stunda íþróttir ef móðirin hreyfir sig reglulega á meðgöngunni.

Vísindamenn skiptu þunguðum músum í tvo hópa í rannsókninni. Annar hópurinn hafði aðgang að hlaupahjóli og notaði það á meðan hinn hópurinn hafði ekki aðgang að neinu tæki til að hreyfa sig. Enginn af ungunum sýndi áhuga á hreyfingu þegar þeir voru mjög ungir en þegar þeir komust á kynþroskaaldurinn var annað uppi á teningnum. Þá eyddu ungar mæðranna sem hreyfðu sig á meðgöngunni meiri tíma í að hreyfa sig um búrið og í hlaupahjólinu en ungar hinna mýsna.

Auðvitað er mikill munur á manneskjum og músum en einn af vísindamönnunum sem framkvæmdi rannsókninna heldur því samt fram að hreyfing móður á meðgöngu geti haft áhrif á hvort barn hennar hreyfi sig mikið eða lítið þegar það vex úr grasi.