FréttanetiðFólk

SVONA bregst LÍKAMINN VIÐ… ef þú HÆTTIR að borða KJÖT

Þegar kjöti er algjörlega sleppt úr mataræðinu getur það haft mismunandi áhrif á líkamann, bæði góð og slæm.

Hér ætlum við að fara stuttlega yfir það hvernig líkami þinn bregst við ef þú hættir að borða kjöt.

Þú léttist
Neal Barnard, prófessor í læknisfræði við George Washington háskólann, fann eitt auðséð svar við spurningunni; Hvað gerist ef fólk sneyðir hjá kjöti? Hann greindi áhrif kjöts og mataræðis grænmetisætunnar þegar þyngdartap var annars vegar og komst að eftirfarandi niðurstöðu: Burtséð frá því að koma í veg fyrir marga sjúkdóma þá mun grænmetismataræði hjálpa líkamanum að missa að minnsta kosti 4 kíló af umfram þyngd.

Dregur úr hættu á hjartasjúkdómum
Nokkrar rannsóknir, þar sem 76.000 karlar og konur voru þátttakendur, leiddu til þess að 24 prósent minni hætta er á hjartasjúkdómum fyrir grænmetisætur. Afnám kjöts úr fæðu dregur verulega úr hættu á stíflu í kransæðum, samanborið við fólk sem borðar kjöt.

Hjartasjúkdómar eru eitt af aðal ástæðum veikinda hjá nútíma manninum um allan heim. Þar að auki hefur grænmetisætu mataræði bólgueyðandi áhrif.

Bragðskyn breytist
Könnun á vegum japanska háskólans í Tokushima sýndi fram á að sink, sem þú færð þegar þú borðar kjöt, sér til þess að bragðskyn þitt breytist.  Með því að draga úr neyslu á sinki tapar þú einfaldlega bragðskyni. Baunir, hnetur, heilkorn og mjólkurvörur innihalda sink, en fitusýrur í þessum matvælum koma í veg fyrir frásog þess.

Það er ástæðan fyrir því að grænmetisætur bæta oft fæðubótarefninu sink við mataræðið. Ráðlagður dagskammtur af sinki fyrir konur er 8, og 12 milligrömm fyrir karlmenn.

Vöðvarnir þurfa meiri tíma til að jafna sig
Prótein eru mikilvægt fyrir vöðva. Ef þú ert ekki að borða prótein (kjöt) þurfa vöðvarnir lengri tíma til að jafna sig eftir líkamlega áreynslu. Þú gætir þurft að taka fæðubótarefni ef þú sneyðir fram hjá kjöti.

Allir sem borða eingöngu grænmetisfæði eiga það á hættu að líkaminn skorti járn, kalsíum og B12 vítamín. Þá er mælt með viðbættu fæðubótarefni.