FréttanetiðHeilsa

Ef þú ert STÖÐUGT með útþaninn MAGA… þá eru HÉR 5 snilldar ráð við því

Sumir eru stanslaust með þembu og útstæðan maga. Ef til vill finnur þú bara fyrir þessu einu sinni til tvisvar í mánuði eftir þunga máltíð. Sumir hins vegar eru alltaf með uppþembdan maga. Við skulum skoða fimm helstu ástæður fyrir þessum uppþembum og athugum hvernig má laga þetta.

En hvað er eiginlega uppþemba eða þemba?  Þemba getur verið mismunandi hjá ólíku fólki. Sumir ropa stanslaust með þembu. Aðrir reka stanslaust við. Sumir lýsa þessu á þann hátt að þetta er eins og maginn sé aðeins útþaninn. Sumum finnst þetta hafa meira með útlitið að gera.

Ef maginn er útstæður eða lítur út eins og einstaklingurinn sé með barni þá getur læknisfræðileg útskýring á þembunni verið að það er loft í kviðnum eða kviðarholinu.

Skoðum nú 5 atriði sem gætu orsakað þembuna.

1. Þú borðar ranga fæðu
Sumir segja að kolvetnissnautt mataræði virki vel á þembuna. Kolvetni, sem meltast illa geta orsakað þembu. Þú gætir fundið út hvort það er sykurinn, áfengið eða sterkjan sem er að íþyngja þér og þannig aðeins minnkað bumbuna. Reyndu að neyta meira af blönduðum, pressuðum eða soðnum ávöxtum og grænmeti í stað hvíts sykurs eða annars óholls sykurs.

2. Þú ert með hægðatregðu
Ef til vill er ekki loft í maganum. Ef þér líður mun betur eftir að þú hefur hægðir gætir þú einfaldlega verið með hægðartregðu. Loftið getur líka legið á bak við hægðirnar í þörmum . Með því að neyta meira af trefjum verða hægðirnar virkari og fæðan fer hraðar og skilvirkar í gegnum þarmana. Þá á loftið líka greiða undankomuleið. Best er að bæta við trefjar í fæðuna.

Þú skalt hins vegar gera það smá saman því ef þú borðar ofgnótt af trefjaríkri fæðu skyndilega þvert á vana gæti það gert uppþembuna enn verri. Það er til fullt af trefjaríkri fæðu, sem bragðast vel. Neyttu fjölkornabrauðs í stað fransbrauðs eða ljóss brauðs, borðaðu meiri ber og vertu dugleg/ur að blanda þér boost heima við.

3. Þú ert undir of miklu álagi eða streitu
Það er vísindaleg ástæða fyrir því af hverju álagið getur valdið uppþembu. Þegar við erum undir miklu álagi beinir heilinn blóðinu frá meltingarferlunum. Þegar þú ert með magaverk af kvíða eða hægðatregðu geturðu líka verið með uppþembu. Svo passaðu þig að slaka vel á inn á milli.

Það eru til ýmis jurta- og hollustu úrræði við streitu svo ef þú ert undir miklu álagi ættirðu að íhuga að minnka álagið eða fara að stunda slökun ásamt því að laga mataræðið.

4. Þú borðar of hratt
Ekki hella svona í þig bjórnum og háma steikina í þig! Það getur nefnilega valdið uppþembunni. Vertu dugleg/ur að tyggja fæðuna vel og lengi … tyggja, tyggja, tyggja. Ef þú tyggur ekki fæðuna nægjanlega niður getur það haft áhrif á getu líkama þíns til að melta hana almennilega. Svo vertu ákveðin/n í að tyggja nú vel fæðuna og taktu bara litla sopa í einu. Það er bannað að hella í sig bjór eða vökva og gleypa matinn.

5. Þú drekkur ekki nóg af vatni
Mörg heilsufarsvandamál versna eða eiga upptök sín í ónægri neyslu á vatni. Þú þarft að eiga vatnsbirgðir við höndina, fá þér vatnsbrúsa sem þú hefur með þér í vinnunai. Reyndu að venja þig á að hafa vatnssopa við höndina öllum stundum.

Flest fólk þorrnar upp við það að drekka kaffi, gos eða áfengi. Ef þú drekkur eitthvað af þessu hættir þér mjög líklega til að þorna upp að einhverju marki. Allir ættu að drekka a.m.k. 6 til 8 vatnsglös yfir daginn.

Ef það vantar vatn inn í líkamsbúskapinn safnar líkaminn þeim vökva sem fyrir er saman. Ef líkainn heldur þannig í vökvann verður maður uppþembdur.
EH
Fréttanetið