FréttanetiðHeilsa

Ef þú ert að upplifa HORMÓNA-BREYTINGAR… skaltu gefa þér tíma til að LESA ÞETTA

Hormónar eru lykilinn að getu líkamans til að fúnkera eðlilega.  Margar konur upplifa hormónaójafnvægi einhvern tíman á lífsleiðinni. Engin kona er eins þegar kemur að hormónabreytingum og þeirri líðan sem þeim fylgja.  Hér eru góðar fréttir en þær eru að þú sjálf getur komið jafnvægi á hormónastarfsemi þína á skömmum tíma.

Þessar ójöfnur hormóna birtast í ýmsum myndum. Algengt er að konur á breytingaskeiðinu upplifa skyndilega öflug svitaköst, gjörbreytt geðslag og hegðun sem svipar jafnvel til hormónabreytinganna sem þær upplifðu þegar tíðahvörf áttu sér stað á unglingsárum og örar klósettferðir svo fátt eitt sé nefnt.

Í mjög mörgum tilvikum er það fæðan sem getur gjörbreytt líðan þeirra kvenna sem fara í gegnum þessar breytingar.  Þá er áfengi og glúten á bannlista þegar konum er ráðlagt að losa sig við það sem ýtir undir ójafnvægi líkamans.

Hvernig á að leysa þetta ójafnvægi?  Þú getur fundið út hvort að líkaminn þarf hormón með læknisheimsókn og í kjölfarið hvernig þú bætir líðan þína.

Mataræði skiptir miklu máli. Þú skalt losa þig við sykurinn til að byrja með en eins og þú veist eru matarvenjur þínar grundvallarorsök líðan þinnar.  Þá erum við að hugsa um myndun líkamans á estrógen, insúlíni og testósterón.  Annar matur sem þú verður að fjarlægja úr systeminu þínu er mjólkurvörur. Mjólk inniheldur heilan helling af náttúrulegum hormónum sem ýtir undir óreiðu á meðal hormóna líkamans.

Skyndibitafæði skaltu útrýma og leggja þig fram við að borða hreinan mat. Borðaðu óunna og lífræna næringu eftir fremsta megni og borðaðu eins mikið grænmeti og þú getur í þig látið.

Lýsið hjálpar þér að stilla estrógen magnið samhliða inntöku á vítamín D og B, fæðu sem inniheldur andoxunarefni,  E-vítamín, grænt te og selen. Þá er omega-3 mjög gott fyrir þig. Þú skalt hreyfa þig daglega þó ekki væri nema með stuttum göngutúrum. Allt telur.

Kvíði kallar á hormónaóreglu hjá konum þannig að þú skalt vera meðvituð um líðan þína. Konum á breytingaskeyðinu er ráðlagt að stunda líkamsrækt sem kallar á jafnvægi innra með þeim eins og jóga eða hugleiðslu. Sumar vilja lyfta lóðum og aðrar synda. Mikilvægt er fyrir hverja og eina að finna hreyfingu við sitt hæfi. Þetta verður jú líka að vera skemmtilegt. Kvíði getur brotist fram hjá konum sem sofa ekki nægilega lengi. Það er margsannað. Konur eiga alls ekki að sofa minna en 7 klukkustundir á sólarhring.

Ef þú upplifir ójafnvægi í líkama þínum skaltu leita læknis. Þrátt fyrir þá staðreynd að hormónameðferð hjá lækni getur haft neikvæð áhrif á sumar konur eins og hugsanlega hættu á að fá hjartaáfall þá hjálpa hormónameðferðirnar konum í flestum tilfellum. Mataræði og dagleg hreyfing er lykillinn að því að konum (og körlum)  líði vel.

 

konalabbar
Labbaðu þig í form – núna - sjá hér.

kvidi
Kvíði endanlega kvaddur – sjá hér.

glut1
Veistu hvað glúten gerir við matinn þinn? - sjá hér.

konursvefn
Konur þurfa að sofa tvisvar sinnum lengur en karlar – sjá hér.