Fréttanetið



Heilsa

LESTU þetta… ef ÞÚ elskar að FARA Á FYLLERÍ… og æfa

Margir halda því fram að það sé afar gott að fara á æfingu og svitna vel eftir rosalegt kvöld á barnum.

Læknirinn Donald Hensrud hjá May Clinic Healthy Living Program segir það hins vegar ekki vera ákjósanlegt.

„Það er hugsanlega ekki góð hugmynd að æfa með timburmenn. Hugsið það þannig að maður er veikur. Líkaminn er að reyna jafna sig, láta sér líða betur og þarf hvíld, vökva (ekki meira áfengi!), rétta næringu og tíma til að hlaða batteríin,“ segir Donald í nýlegu viðtali. Hann mælir með því að fólk hætti að æfa í þynnkunni þó það sé vant því.

„Æfingar setja aukaálag á líkamann þegar hann er að reyna að jafna sig á timburmönnum. Til dæmis ef þú þjáist af vökvaskorti geta æfingar í þynnku gert skortinn jafnvel verri.“

Þá býður hann uppá góð ráð við þynnku.

„Borðið þegar þið neytið áfengis því ef maður borðar ekkert getur manni liðið verr í þynnkunni. Drekkið líka nóg af vökva, annan en áfengan. Góð regla er að drekka eitt vatnsglas á móti einum áfengum drykk.“