FréttanetiðFólk

Dýrin SYRGJA LÍKA látna ástvini… sjáðu ÞESSI MYNDBÖND

Öll dýr hafa litróf tilfinninga sem er stærra og meira en mannfólk getur ímyndað sér. Spurningin er ekki um það hvort þau hafi tilfinningar, heldur af hverju þær hafa orðið til eins og þær hafa í raun. Tilfinningalíf erfist frá forfeðrunum og hjálpa tegundunum að komast lífs af.

Þegar kemur að því að syrgja má vart lýsa því með orðum þegar um er að ræða dýraríkið. Þá verða myndbönd og myndir mun öflugri. Hér að neðan sjáum við nokkur dýr sem syrgja látinn fjölskyldumeðlim eða ástvin á líkan hátt og mannfólkið þekkir.

Mörgæsir
Tvær keisaramörgæsir syrgja hér í myndbandinu lát litlu mörgæsastúlkunnar sinnar. Hér er brot úr tilfinningaríku myndskeiði úr BBC-seríunni Mörgæsir njósna á heiði.

saeljon

Sæljón
Sæljónsmæður sem verða fyrir því að ungi þeirra er drepinn af rándýri kveina í ofboði yfir sárum missi sínum. Sama hegðun kemur í ljós ef sæljón verða fyrir því að félagi þeirra eða ástvinur er drepinn af veiðimönnum.

Kettir
Kettir eru þekktir fyrir að vera einfarar en oftlega hefur verið fylgst með að þeir syrgja eigendur sína, vini úr dýragarðinum og látna ástvini í villtu umhverfi.

giraffi
Gíraffar
Dýragarðsverðir hafa skrásett að minnsta kosti þrjú tilvik þar sem gíraffar hafa syrgt á sáran máta látna ástvini sína. Í Soysambu þjóðgarðinum í Kenýa var fylgst með kvenkyns gíraffa árið 2010 sem lá kyrr í 4 daga við hlið látins nýfædds gíraffa-unga síns. Sautján aðrir kvenkyns gíraffar mynduðu hring um móðurina og gíraffa-ungann í þessa 4 daga.

Árið 2011 sat kvenkyns gíraffi í Zambíu í 2 klukkustundir yfir kálfi sínum sem fæddist andvana. Hún beygði fæturna til að geta beygt sig niður – sem gíraffar sjást sjaldan eða aldrei gera nema til að drekka eða borða – og sleikti ungann í nokkrar klukkustundir. Þessa hegðun sýndi hún í nokkra klukkutíma og var mjög eftirtektarverð þar sem gíraffar eru svo miklar hópsálir og sjást nánast aldrei án hópsins.

Árið 2011 mátti sjá gíraffahjörð í Namibíu rannsaka lík kvenkyns gíraffa, sem hafði verið látin í 3 vikur. Sumir karlkyns gíraffanna úr hópnum beygðu fætur sínar og lyktuðu af jörðinni.

Gæsir
Gæsin á myndbandinu hér fyrir ofan syrgir látinn ástvin. Gæsir eru einstaklega trygglyndar og helga sig aðeins einum maka. Ef maki þeirra deyr syrgja þær gríðarlega og lengi. Sumar draga sig jafnvel út úr hóp sínum. Með tímanum finna þær kannski nýjan maka en það er ekki einfalt ferli rétt eins og hjá mannfólkinu.

Hundar
Ekki þurfa nein orð að fylgja þessu myndbandi sem segir allt sem segja þarf.

hundur
Á þessari mynd má sjá hund viðstaddan jarðarför eiganda síns og besta vinar.

Fílar
Hér í myndskeiðinu syrgir fílamamma litla ungann sinn. Fílar eru þekktir fyrir að bregðast við missi með því að gráta fögrum tárum, grafa látna ástvini, leggjast í þunglyndi og jafnvel svelta sig í langan tíma.

Hér má sjá górillu syrgja kött, sem var vinur hennar. Þetta er í raun ótrúlegt (þó það ætti ekki að vera það).

Gorilla
Górillur
Skrásett hefur verið mikið þunglyndi górilla og hversu umhugað þeim er um látna ástvini en þær grafa jafnvel stundum líkin. Hjartnæmt dæmi um þetta er Gana sem gat ekki viðurkennt dauða ungans síns. Gana bar með sér líki litla krílisins dögum saman í þýska dýragarðinum, sem voru heimkynni hennar og reyndi oftlega að blása í hann lífi um leið og hún verndaði hann fyrir vörðum garðsins.

Simpansi

Simpansar
Það kemur alls ekki á óvart að simpansar eru náskyldir mannskepnunni í þróunarsögunni. Öll dýr og þá sérstaklega apar syrgja látna ástvini sína.

Ljósmyndarinn Monica Szupider sagði ABC fréttastofunni söguna af þessum tiltekna simpansa sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan.  ,,Líf hennar og líka dauði var áberandi og hljómaði í gegnum hópinn. Stjórn Sanaga Yong dýragarðsins ákvað að leyfa simpansafjölskyldu Dorotyar að verða vitni að greftri hennar til að meðtaka það í sínu eigin umhverfi að hún væri látin og myndi aldrei snúa til baka. Sumir simpansanna sýndu reiði á meðan aðrir geltu í ákafa en sérstökustu viðbrögðin voru langar síendurteknar nánast áþreifanlegar þagnir hópsins. Ef maður þekkir simpansa veit maður að þeir eru dýr sem hafa nánast aldrei þögn,” sagði Szupider.

isbjorn GeeBee

Ísbirnir
Svona syrgði ísbjörn félaga sinn: ,,Wang gerði ýmsa óvenjulega hluti daginn sem hún lést,” segir Agnes Maluleke vörður ísbjarnanna í dýragarðinum í Jóhannesborg. Í stað þess að moka í sig fæðu, sem notuð var til að fá hann inn í svefnklefa sinn þá hringsólaði hann í kringum lík félaga síns alla nóttina, starði á það og stóð vörð um það,”  segir Maluleke.

Wang og GeeBee höfðu verið saman síðan þeir voru litlir ungar. GeeBee lést úr hjartaáfalli. ,,Það varð að kyrrsetja hann til að hægt væri að fjarlægja lík GeeBees,” sagði dýragarðsvörðurinn.

,,Eftir lát ástvinar síns missti Wang allan áhuga á fæðunni og einnig á uppáhalds iðkun sinni sem var að fá sér sundsprett. GeeBee sem lést í janúar á þessu ári hafði lifað í 28 ár í dýragarðinum í Jóhannesborg. ,,Hann leit yfirleitt út fyrir að vera óhamingjusamur. Hann forðaðist það að synda, sem væri eðlilegt fyrir hann til að kæla sig á heitum dögum. Við höfum ekki séð hann dýfa sér neitt nýlega.”

Höfrungar
Það kemur alls ekki á óvart að höfrungar syrgja þegar einn af þeim lætur lífið. Sérfræðingar segja að höfrungar eiga erfitt með að taka dauðanum og syrgja oft dögum saman ef þeir missa félaga úr hópnum sínum eða unga.  Höfrungar eru þekktir fyrir að vera mjög næmar og vitrar skepnur. Til eru rannsóknir sem sýna fram á notkun þeirra á tungumáli, ýmsum tækjum, hópvinnu og þeir sýna mikla samfélagsvitund sín á meðal. Þetta sorglega sýnishorn er einungis enn ein sönnun þess að höfrungar eru klárari og djúpvitrari skepnur en við höfum áður ætlað.

Sorgin á við um dýr á líkan máta og manninn sem hefur mikinn tilfinningaskala rétt eins og svín, höfrungar, fílar og öll hin dýrin. Tímaritið Sálfræðin í dag eða Psychology Tody skilgreinir sorgina á eftirfarandi hátt:  ,,Sorgin er umlukin dulúð af því ekki er í raun vitað hvaðan hún er upp runnin eða með hvers konar tilgangi hún er með í þróunarsögunni. Hún eykur ekki á færni einstaklingsins til að fjölga sér. Hvert sem gildi hennar er þá er hún eins konar verðlaun umhyggjunnar og uppspretta bæði gleði og leiða.”

Mannfólkinu ber skylda til að sýna dýraríkinu að við erum sannarlega þróuðustu verur jarðarinnar ekki bara hvað vitsmuni varðar heldur líka tilfinningalega. Við eigum langt í land með það ef marka má myndirnar og myndskeiðin hér að ofan.   –  Heimildir: Jesse Herman.