FréttanetiðFólk

10 árum síðar… vaknar HANN úr DÁI…. og fær ÁFALL… þegar LÆKNIRINN segir honum FRÉTTIRNAR… sjáðu MYNDBANDIÐ

Drykkja og akstur eiga alls ekki saman. Fjölmargir hafa misst ástvini af þessum sökum en sá sársauki hverfur aldrei.

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem sýnir mann vakna úr ,,dái”.  Þessi maður er að kljást við alvarleg drykkjuvandamál en hann hefur nokkrum sinnum verið kærður fyrir að keyra fullur.

Hér var ákveðið að sýna þessum manni hvaða skelfilegu afleiðingar drykkjan getur haft. Maðurinn, sem heitir Ray, sofnaði út frá drykkju eitt kvöldið en í kjölfarið var útbúið herbergi eða öllu heldur leikmynd í kringum hann sem líktist herbergi á sjúkrahúsi. Síðan voru leikarar fengnir til að dulbúa sig sem sjúkraliðar sem tjáðu manninum að hann hafði verið í dái í tíu ár. Það var gengið svo langt að fölsuð frétt var spiluð í sjónvarpinu í herberginu þegar hann vaknaði.

Sjáðu fyrstu spurningu mannsins þegar hann vaknar og viðbrögð hans við þessu prakkarastriki sem var þó með háalvarlegum undirtón.