FréttanetiðFréttir

Drengurinn var að SVELTA… og hundurinn gaf honum að drekka af spena… og bjargaði lífi hans – MYNDBAND

Hundur nokkur að nafni Reina í Arica í Chile bjargaði lífi tveggja ára drengs í næsta húsi með því að gefa honum spena.

Eigandi Reina kom að drengnum þar sem hann var að sækja sér næringu í Reinu, sem er hvolpafull, en fjölskylda hans hafi yfirgefið hann. Drengurinn var strax sendur á sjúkrahús þar sem kom í ljós að hann var einnig með lús og sýkingu í húðinni. Þegar móðir hans kom á sjúkrahúsið var hún mjög drukkin en ekki ákærð frir neinn glæp þar sem hún hafði ekki líkamlega meitt drenginn.

Hins vegar er búið að ákæra foreldra drengsins fyrir vanrækslu og verður ákveðið hver fær forræði yfir honum við réttarhöld sem eiga sér stað seinna í þessum mánuði.​