FréttanetiðHeilsa

Drekkur þú gos á hverjum degi? HÆTTU ÞVÍ… það er stórhættulegt

Ný rannsókn sem framkvæmd var í Svíþjóð sýnir að þeir sem drekka einn eða fleiri gosdrykki á dag eru mun líklegri til að fá hjartaáfall.

42 þúsund sænskir karlmenn, tólf ára og eldri, voru rannsakaðir og þá kom í ljós að þeir sem drekka gos daglega eru 23 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og stór partur af þessum hópi mun líklega deyja úr hjartasjúkdómum.

Í rannsókninni var bæði horft til sykraðra gosdrykka og sykurlausra og virðist enginn munur þar á þegar kemur að hjartasjúkdómum.