FréttanetiðHeilsa

Drekktu þetta… og þú bókstaflega fyllist af hamingju – UPPSKRIFT

Anna Bogga gefur okkur hér er æðislega uppskrift af Græna drykknum af vefsíðunni hennar Foodandgood.is þar sem áherslan er hollusta.  Við erum að tala um stútfulla könnu af hamingju.

,,Í þessum fallega græna drykk er hamingja í hverjum sopa,” segir Anna Bogga áður en hún hefur upptalninguna:

Græni drykkur Önnu Böggu
1 stórt mangó, hýðið tekið af og skorið bita
1 bakki spínat frá Lambhaga
2 cm engiferbútur, skorinn smátt
2 græn epli, hýðið tekið af og skorin í bita
1 gúrka, skorin í bita
2 sítrónur, hýðið tekið af og skornar í bita
1 bolli frosið mangó
250 – 500 ml kókosvatn eða vatn

Fyllt upp með klökum

Aðferð: Allt sett í blenderinn, nema klakarnir og mixað í tætlur. Fyllt upp með klökum. Þessi fallegi drykkur er dásamleg næring hvort sem er eldsnemma að morgni eða síðdegis.   Njótið dagsins!

Foodandgood