FréttanetiðMatur & drykkir

Djúsí kjúklingaborgari með indversku ívafi – MYNDBAND

Sigurþór Gunnlaugsson er ástríðukokkur með áhuga á flestu sem viðkemur matargerð, allt frá þjóðlegum íslenskum mat upp í framandi rétti frá ýmsum heimshornum. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann okkur hvernig hægt er að útbúa kjúklingaborgara með indversku ívafi fyrir 4 borinn fram með papadums, mangó chutney og kaldri jógúrt sósu.

jogurtsosa
Jógúrt sósan

1 dós af grísku jógurti
1 msk af ferskri saxaðri myntu.
2 tsk brodd-kúmen
1 msk sítrónusafi
2 niðurskornir vorlaukar
salt og pipar eftir smekk

Aðferð: Setjið hráefnið í skál og hrærið vel saman. Leyfið sósunni að standa á meðan þið matreiðið kjúklingaborgarana.

Álegg ofan á kjúkling
1/2 meðal stór rauðlaukur (skorinn í þunnar sneiðar)
1 msk hvítvínsedik
dass af salti

Aðferð: Setjið allt saman í skál og leyfið lauknum að marinerast í 20 mínútur.

papdums
Í myndskeiðinu hér efst má sjá hvernig papadums kökur eru steiktar.

Papadums kökur
Hitið botnfylli af matarolíu á pönnu, en hún þarf að vera hæfilega stór, því þær þenjast mikið út. Það er mikilvægt að olían sé vel heit, – hitið hana upp í sirka 190 gráður – því annars verða kökurnar
of olíukenndar þegar þið takið þær upp úr. Þegar olían er orðin vel heit, þá leggið þið kökurnar ofan í, eina í einu. Þerrið þær á eldhúspappir strax eftir steikingu.

kjuklingurtandori
Kjúklingur

Bringurnar eru skornar til helminga og penslið þær með tandoori paste og steikið á pönnu – vel í gegn. Bringurnar eiga ekki að þurfa langan tíma á pönnunni því búið er að skera þær í tvennt  –  steikið þær í 3 – 4 mínútur á hvorri hlið.

Naan brauð
Til að gera borgarann enn indverskari þá notum við 1 Naan brauð fyrir hvern borgara. Bleytum brauðið örlítið í vatni.  Hitum það síðan í ofni samkvæmt leiðbeiningum. Setjið fyrst smá jógúrtsósu á naan brauðið, því næst kjúklinginn ofan á og þar á eftir marineraða rauðlaukinn og þunnsneiddar agúrkur. Mango chutney á hinn helming brauðsins og að lokum nokkur kóríander lauf til skrauts.

Best er að bera borgarann fram með papadums, mango chutney og afganginum af jógúrsósunni.

Verði ykkur að góðu!