FréttanetiðFólk

Grjótharðir aðdáendur Disney hafa örugglega ekki tekið eftir þessu – MYNDBAND

Það er erfitt að finna Disney mynd, sem ekki er elskuð af þeim sem njóta hennar og hluti af því er hversu vel þeim tekst til með að líkja eftir lifandi hreyfingum. Jafnvel áður en tæknin var orðin virkilega framþróuð svo hægt var að gera myndir með flóknum stórum senum eins og Frozen og Tangled tókst snillingunum hjá Disney alltaf að láta senurnar líta lifandi út.

En ef þú hefur séð nokkrar af eldri myndunum og þér finnst eins og nokkrar senur séu virkilega kunnuglegar, er góð ástæða fyrir því.

Hér áður fyrr endurnýttu teiknarar Disney ramma úr eldri myndum til að flýta fyrir þegar þeir þurftu að klára verkefnin fyrir ákveðinn tímapunkt. Þetta varð til þess að nokkrar hreyfisenur í ólíkum myndum eru nánast eins á að líta. Skógarlíf, Mjallhvít, Fríða og dýrið, Öskubuska, Bangsímon, Hefðarkettirnir og Hrói Höttur eru nokkrar vel þekktar með líkum senum.

Að sjá líkindin á milli þessara ódauðlegu mynda gefur manni smá innsýn inn í töfrana og alla vinnuna sem fer fram á teikniborðinu hjá listamönnum Disney. Þetta er góð hugmynd að endurskapa allar þessar klassísku danssenur sem við elskum svo um leið og öll vinna teiknarans er nýtt svona vel. Þú munt horfa á myndirnar héðan í frá með nýju hugarfari.