FréttanetiðFólk

,,Þetta dýr át bara upp heilann í henni” – MYNDIR

Nýgift brúður lætur lífið eftir að hún nær sér í sníkjudýr, sem veldur heilarýrnun, eftir sundferð í fríinu.

bridir
Í sorg: Corey Pier er nú ekkill.  Lífi konunnar sem hann elskaði svo heitt var skyndilega svipt í burtu eftir að hún smitaðist af sjaldgæfri amöbu í fríinu, sem étur sig inn í heilann.  

Nýgift menntaskólaástinni
Koral Reef 20 ára frá Temecula dalnum í Kaliforníu var nýbúin að giftast menntaskólaástinni sinni Corey Pier þegar hún veiktist af sníkjudýri, sem hún fékk eftir sundferð.

Koral Reef 20 ára var nýlega gift menntaskólaástinni sinni Corey Pier þegar hún varð fárveik. Nú er hann ekkill og er ekki einu sinni búinn með háskólagöngu.   Það er talið að Koral hafi fengið lífshættulega amöbu í sig, sem kallast ,,Balamuthia” þegar hún var við sund í fríinu sínu í Havasu vatninu í Arizona í maí 2013.

Brúðkaupið var í júlí sama ár en stuttu síðar byrjuðu einkennin að koma fram.  ,,Okkur var sagt að ekki væri til nein meðferð við þessum sjúkdómi,” segir Pier eiginmaður hinnar látnu.

bridir12
Ástarkoss: Koral hrakaði mikið og hratt.

Þetta dýr át bara upp heilann í henni
,,Ég brotnaði niður og var við það að missa mig. Ég gat ekki sagt henni það. Reyndar hefði hún hvort sem er ekki munað það. Hún var til staðar en var samt ekki til staðar. Þetta dýr át bara upp heilann í henni,” sagði hann við fréttamann.

Alls konar útskýringar
Móðir hennar Cybil lýsir á átakanlegan hátt hraðri hrörnun hennar: ,,Þetta hófst með höfuðverkjum, stífni í hálsi, ljósnæmi og óþoli við hita. Það voru alls konar útskýringar. Hún er bara með einkenni sem koma til út af hormónabreytingum þegar hætt er að taka pilluna. Þetta er bara mígreni. Henni voru gefin einhvers konar lyf og hún send heim þar sem hún hríðversnaði.  Í september sama ár var hún við það að missa sjónina.”

bridir23
Veikindin: Einkenni Koral voru þannig að erfitt var að sjúkdómsgreina hana.

,,Hún var send í Temecula-dals ríkisspítalann og þar var gerð CT skönnun. Okkur voru sýndar myndir og amöbuna sem var ekki vitað þá að var amaba, en einhver stór flekkur var yfir hægra hvel heilans og aðeins yfir á það vinstra.  Mánuði síðar var hún látin.  Þessi sníkjudýrs-sýking drepur meirihluta fólks sem verður fyrir henni og engin áhrifarík meðferð er þekkt við þessum ófögnuði,” útskýrði móðir Koral sem horfði upp á dóttur sína deyja.

Einkenni sýkingar eru hiti og stífur háls
Balamuthia sýkist við innöndun og sníkillinn lifir oftast í mold eða ryki. Einkenni sýkingarinnar eru hiti, yfirlið og stífur háls – svo erfitt er að bera kennsl á sýkinguna.  Nú reynir móðir Koral allt hvað hún getur að vekja athygli á sýkingunni og ástandinu sem hún veldur, sem á svo óvægin máta hreif dóttur hennar á braut í blóma lífsins.  ,,Við reynum að ná út til fólksins og gera fjöldann meðvitaðan því ég held að fólk geri sér ekki ljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar eru. Hér er um líf eða dauða að ræða.”

Þá má nefna að drengur að nafni Aaron Evans, 14 ára að aldri, lét einnig lífið vegna sýkingar en frá öðru sníkjudýri ,,Naegleria fowleri”. Fjölskylda hans telur að hann hafi sýkst við sama stöðuvatn.