FréttanetiðMatur & drykkir

Dásamleg SÚKKULAÐIKAKA… og hún er HVEITILAUS – UPPSKRIFT

Þessi kaka er svo djúsí að það er ekki fyndið. Ein af okkar allra uppáhalds uppskriftum!

Hveitilaus súkkulaðikaka

Hráefni:

12 msk smjör

340 g 70% súkkulaði, grófsaxað

6 stór egg

1 msk vanilludropar

1/4 bolli kakó

3/4 tsk sjávarsalt

1 bolli sykur

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga form, ca 22 sentímetra stórt. Blandið smjöri og súkkulaði saman í litlum potti og bræðið saman yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í blöndunni þar til allt er blandað. Takið af hitanum. Skiptið 4 af 6 eggjum í hvítur og rauður. Bætið vanilludropum, kakói og salti saman við eggjarauðurnar og setjið hin tvö eggin líka í þá blöndu. Blandið vel saman og bætið helmingnum af sykrinum saman við. Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjarauðublönduna og hrærið vel.

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða og bætið hinum helmingnum af sykrinum saman við með þeytarann í gangi. Stífþeytið. Blandið eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðiblönduna. Hellið deiginu í formið og bakið í 50-55 mínútur.