FréttanetiðFólk

Guðdómlegur MATUR… persónuleg þjónusta… og EINSTÖK suðræn stemning á CARUSO… sjáðu MYNDIRNAR

Veitingarýni – Ellý Ármanns skrifar:
Fréttanetið pantaði borð á ítalska veitingastaðnum Caruso sem staðsettur er í sögulegri byggingu í Austurstræti 22 í hjarta Reykjavíkur með aðeins eitt fyrir augum en það var að kynnast margrómuðum matseðli staðarins og suðrænni stemningu.

Andrúmsloftið rómantískt og notalegt
Strax og inn á veitingastaðinn var komið í þessu fallega húsi tók brosandi starfsfólkið á móti okkur í takt við notalega gítartóna sem gerðu stemninguna enn skemmtilegri.  Þéttsetinn staðurinn kom ekki í veg fyrir skjóta og persónulega þjónustu og hver rétturinn af fætur öðrum stóðst allar væntingar og miklu meira en það. Þetta föstudagskvöld fengu bragðlaukarnir heldur betur að njóta sín.

IMG_8821
TÓMATSALAT, MOZZARELLA OG RUCOLA Í JURTAOLÍU er frábær forréttur sem samanstendur af niðursneiddum tómötum, mozarella sneiðum sem eru fullkomlega þykkar (en þykktin skiptir öllu) rucola salati, grænum ólivum,  basil-olíu og pipar og salti.

IMG_8837
OFNBAKAÐIR SNIGLAR MEÐ HVÍTLAUKSSMJÖRI að hætti Caruso komu skemmtilega á óvart bæði fyrir framsetningu og brjálæðislega gott bragð.  Rétturinn er einfaldur og leikur svoleiðis við bragðlaukana. Það var æðislegt að dýfa heimabökuðu brauði staðarins sem borið var fram með sniglunum ofan í gómsæta hvítlauksolíuna.

IMG_8840
NAUTA CARPACCIO MEÐ PARMESAN saman stendur af örþunnum nautalundssneiðum, rucola-salati, parmesan osti, salti,  pipar og olíu. Rétturinn er fullkominn fyrir magann og ekki síður andann. Þvílík sæla.

IMG_8844
HVÍTLAUKSBRAUÐ - Brauðið sem borið er fram á Caruso er allt bakað á staðnum. Með brauðinu er borið fram falið leyndarmál sem við verðum að minnast hér á en það er hvítlaukssósa Caruso. Hún er tryllingslega góð.  Hún er reyndar svo góð að maður skilur ekkert eftir af henni.

IMG_8856
ÞJÓNUSTAN FÆR TOPPEINKUNN - Stefanía Fanney, Karen Lind og Gosía gáfu sér eitt augnablik í myndatöku á annasömu kvöldi en þéttsetið var á báðum hæðum staðarins þetta föstudagskvöld.

IMG_8860
HUMARSALAT – Í humarsalatinu er  pönnusteiktur íslenskur humar borinn fram með fersku salati, kirsuberjatómötum og Verde-sósu en í henni er: Basilíka, ólífu-olía og kryddjurtir sem töfra fram gómsæta þykka áferð sem er fullkomin með humrinum.

IMG_8847
Um helgar býður Caruso upp á ljúfa gítartóna sem gera stemninguna yndislega suðræna og notalega.  
Caruso hefur verið rekinn af sömu fjölskyldu í 15 ár. Staðurinn býður upp á forrétti og salöt, girnilegar pizzur og pastarétti, kjöt, fisk og sjávarrétti og stórkostlega eftirrétti.

IMG_8863
SURF´N TURF NAUTALUND samanstendur af nautalund, íslenskum humar, sætum kartöflustafla, soðnu grænmeti sem er létt steikt á pönnu og klassískri bernaise sósu.  Þvílík snilld. Fullkominn aðalréttur fyrir svanga sælkera.

IMG_8870
HEIMAGERÐUR KÓKOSÍS að hætti Caruso með súkkulaði sósu ofan á og ávöxtum var guðdómlegur.

IMG_8877
CRÉME BRULÉE - Klassíski franski eftirrétturinn Crème brûlée sem skreyttur var með súkkulaðisósu, ís og ávöxtum var hrein og tær 10 (tíu stig af tíu mögulegum).  Hér er á ferðinni einfaldur eftirréttur sem svíkur engan.

 

Fimm stjörnur*****
Guðdómlegur matur, persónuleg þjónusta og einstök suðræn stemning sem enginn veitingastaður á Íslandi getur mögulega toppað.

CARUSO er í hjarta Reykjavíkur. Sjá heimasíðuna HÉR.