FréttanetiðMatur & drykkir

Búðu til TRYLLTA súkkulaðiköku… á aðeins FIMM mínútum – UPPSKRIFT

Hér á eftir fylgir dæmi um ofureinfalda köku sem allir geta gert. Það eina sem þú þarft að gera er að blanda hráefnunum saman, setja deigið í könnu og inn í örbylgjuofn. Uppskriftin hér fyrir neðan er í eina könnu.

Tryllt súkkulaðikaka

Hráefni:

40 g dökkt súkkulaði, grófsaxað

40 g smjör

3 msk sykur

1 stórt egg

2 msk hveiti

Aðferð:

Setjið súkkulaði og smjör í skál og bræðið í örbylgjuofni í  30 sekúndur og hrærið. Ef þetta hefur ekki bráðnað setjið þið þetta í 20 sekúndur til viðbótar inn í örbylgjuofn. Bætið sykri við og blandið. Bætið egginu við og blandið vel við. Bætið síðast hveitinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Setjið deigið í könnu og bakið í örbylgjuofni í eina til eina og hálfa mínútu. Leyfið kökunni að standa í tvær mínútur áður en þið borðið hana.