FréttanetiðMatur & drykkir

Búðu til bestu KARAMELLU-SÓSUNA… á TÍU mínútum – UPPSKRIFT

Vantar ykkur æðislega karamellusósu út á ísinn eða í baksturinn? Þá er þessi alveg málið.

Einföld karamellusósa

Hráefni: 

1 bolli ljós púðursykur

4 msk smjör

1/2 bolli rjómi

1 tsk vanilludropar

1/8 tsk salt

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í pott og látið sjóða létt yfir meðalhita. Þeytið sósuna á meðan hún sýður í um sjö mínútur eða þar til hún er búin að þykkna. Berið fram strax eða geymið í krukku í ísskáp í allt að tvær vikur.