Fréttanetið



Heilsa

,,ÞÚ ert það sem þú HUGSAR,, – 60 hugleiðingar BUDDHA

Gauthama Buddha var vitringur sem talið er að hafi lengi vel búið í Norð-Austur Indlandi á tímbilinu í kringum 4-6 aldir fyrir Kristsburð og er upphafsmaður Búdda-trúarinnar.

,,Hinn uppljómaði” eins og hann hefur verið nefndur hefur verið eins og leiðarljós fyrir fólk sem er andlega þenkjandi í meira en 2500 ár. Ekki er vitað nákvæmlega hverjir fæðingar- og dánardagar hans eru. Elstu Búdda-ritin sem vitað er um eru eru Gandharan Búdda textarnir sem talið er að hafi fundist í eða kringum borgina Hadda nálægt Jalabad í austurhluta Afghanistan en eru núna varðveittir í Ríkisbókasafni Breta.  Hér að neðan má lesa nokkrar af mikilvægustu tilvitnunum Búdda:

bb9

1. Leyndarmálið að góðri heilsu fyrir bæði huga og líkama er ekki að syrgja fortíðina eða hafa áhyggjur af framtíðinni heldur að lifa í núinu af visku og heiðarleika.

2. Allt sem er gert á rangan máta er gert vegna hugans. Ef huganum væri umbreytt væri þá áfram gerðir rangir hlutir?

3. Það býr í hlutarins eðli að hamingjan rís hjá einstaklingi sem er laus við iðrun.

4. Hægt er að kveikja á þúsundum kerta með aðeins einu kertaljósi og það styttir ekki brennslutíma þess eina. Gleði hefur aldrei dvínað eða minnkað sé henna deilt.

5. Framkvæmdu í krafti það sem þú vilt gera í dag. Hver veit, ef til vill heimsækir dauðinn á morgun?

6. Hugurinn er allt. Þú ert það sem þú hugsar.

b1

7. Þegar kemur að leiðarlokum er þetta það eina sem skiptir máli: Hversu heitt elskaðirðu? Hve lifðirðu lífi þínu í miklum krafti? Hversu fær varstu um að sleppa?

8. Þér verður ekki refsað fyrir reiði þína, þér verður refsað af reiði þinni.

9. Gefðu jafnvel þó þú eigir lítið.

10. Það er sjálfur hugur mannsins, ekki óvinir hans eða fjendur, sem fá hann til illvirkja.

11. Það er sama hvað þú lest mikið af heilögum orðum, eða talar út, þau gera þér ekkert gagn ef þú lifir ekki eftir þeim.

12. Friðurinn kemur að innan. Ekki leita hans í umhverfinu.

13. Ef þú finnur vitran gagnrýnanda til að benda þér á galla þína, fylgdu honum þá eins og þú myndir fylgja leiðsögumanni í fjársjóðsleit.

14. Ekkert er eins hverfult og hugur í óreiðu og það er ekkert jafn stöðugt og agaður hugur.

15. Það er ekkert jafn ömurlegt og vaninn að efast um alla hluti. Efinn aðskilur manneskjur. Hann er eins og eitur sem leysir upp vinskap og brýtur upp hamingjurík sambönd. Hann er þirnir sem pirrar og meiðir, Hann er sverð sem drepur.

bb

16. Enginn getur bjargað okkur nema við sjálf. Enginn getur það eða gæti. Við þurfum sjálf að finna okkar leið.

17. Ef sá sem leitar sér förunauts finnur engan sem er jafngóður og hann sjálfur eða betri, ætti hann að einsetja sér að fylgja leiðinni einn á ferð.

18. Ekkert getur valdið þér jafn miklum skaða og þínar eigin hugsanir, ef þú hefur ekki varann á þér.

19. Allt sem við erum er niðurstaða þess sem við höfum hugsað: Hugsanirnar eru grunnur þess og efni. Ef maður talar eða framkvæmir með illri hugsun, fylgir þjáning eins og hjólið fylgir dýrinu sem dregur vagninn. Ef maður talar eða framkvæmir með fallegri hugsun mun hamingjan fylgja honum eins og skuggi sem yfirgefur hann aldrei.

20. Ekki dvelja í fortíðinni, ekki láta þig dreyma um framtíðina, einbeittu huga þínum að augnablikinu sem er.

21. Hugsanir okkar skapa okkur: Við verðum það sem við hugsum. Þegar hugurinn er hreinn fylgir hamingjan á eftir eins og skuggi.

22. Sama hvað þú lest mikið af heilagri ritningu eða talar út á torgum, ef þú ferð ekki eftir því sem stendur í henni sjálfur gerir það þér ekkert gagn.

23. Gætum orða okkar og veljum þau af kostgæfni því fólk heyrir þau og þau hafa áhrif á þá sem í kringum okkur eru til góðs eða ills.

24. Raðaðu vel upp hugsunum þínum. Þú verður það sem þú hugsar.

25. Heilsan er stærsta gjöfin, vellíðan er mesti fjársjóðurinn og traustið er best í samböndum.

26. Stundaðu íhugun… ekki slá því á frest ellegar muntu sjá eftir því síðar.

27. Þeir sem valda manneskjum þjáningum eru engir höfðingjar. Með því að hlífa lifandi verum ertu meiri höfðingi.

28. Það býr enginn ótti í huga þess sem er laus við langanir og þrár.

29. Hugur sem býr yfir aga færir hamingju.

30. Hjá þeim sem ekki býr lengur yfir kröfunni og þorstanum í að verða eða ná þessu eða hinu gætir þú aldrei fundið –  því hann er hinn uppljómaði sem skilur ekki eftir sig spor og er ófinnanlegur.

31. Að læra að hafa stjórn á sjálfum sér er mun mikilvægara en að læra að hafa stjórn á öðrum.

32. Þú getur ekki ferðast niður veginn fyrr en þú verður sjálfur vegurinn.

33. Einu alvöru mistökin í lífinu er að vera ekki sannur þeim sem eru manni bestir.

34. Enginn annar en við sjálf getur bjargað okkur.

35. Leyndarmál tilverunnar er að lifa laus við ótta.

36. Reiðin mun koma aftan að þér en ekki öðrum.

37. Ef hægt er að leysa vandann, af hverju þá að hafa áhyggjur af honum? Ef ekki er hægt að leysa vandann munu áhyggjurnar ekki færa þér neitt gott.

38. Það er engin ein leið að hamingjunni, hamingjan er sjálf leiðin.

39. Jafnvel dauðann óttast ekki sá sem lifað hefur í visku.

40. Það lýsir ekki vitrum manni hve oft og mikið hann talar: Aðeins ef hann er friðsamur, kærleiksríkur og laus við ótta.

41. Þú getur leitað út um allan alheiminn að einhverjum sem á meira skilið að vera elskaður og virtur af þér en þú sjálfur: Þú munt hvergi finna þá persónu. Þú sjálf/ur jafn mikið og hver annar í alheiminum sem á skilið þína eigin virðingu og ást.

42. Þú tapar aðeins því sem þú rígheldur í.

43. Finndu friðinn innra með sjálfum þér.

44. Það er þrír hlutir sem þú getur ekki falið í langan tíma: sólin, tunglið og sannleikann.

45. Enginn bjargar þér nema þú sjálfur. Þú ein/n hefur valið.

46. Ekki trúa einhverju bara af því þú heyrðir það. Ekki trúa einhverju bara af því allir eru að tala um það og sagan flýgur áfram. Ekki trúa neinu bara af því það er að finna í heilögum bókum og skráð niður þar. Ekki trúa einhverju bara af því eldra fólkið og kennararnir halda því fram. Ekki reiða þig á ákveðna siði af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa ríkt í gegnum margar kynslóðir. En eftir ítarlegar athuganir og skoðun, ef þú finnur út að þetta passar við raunveruleikann og getur leitt gott af sér fyrir þig og alla aðra í kring þá skaltu taka þessu og lifa eftir því.

47. Að halda í reiðina er eins og að grípa heitan kolamola og ætla að kasta honum í einhvern annan en það verður alltaf þú sem brennist.

48. Rísum upp og verum þakklát, því ef við lærðum ekki mikið, lærðum við a.m.k svolítið og ef við lærðum ekki þá urðum við a.m.k. ekki veik og ef við urðum veik þá dóum við a.m.k. ekki, svo verum þakklát.

49. Efastu um allt. Finndu ljósið og svarið innra með þér.

50. Á hverjum morgni endurfæðumst við. Það sem við gerum í dag er það sem skiptir aðalmáli.

51. Hreinleiki eða flekkun er undir sjálfum manni komið : enginn getur hreinsað annan.

52. Þeir ásaka þá sem eru þögulir, þeir ásaka þá sem tala mikið, þeir ásaka þá sem tala í hógværð. Það er ekki til sá í heiminum sem ekki sætir ásökun fyrir eitthvað.

53. Sigraðu reiðina með því að vera ekki reiður. Sigraðu illkvittni með góðsemi. Sigraðu nísku með gjafmildi. Sigraðu óheiðarleika með sannleikanum.

54. Taktu eftr því hjá ánum sem renna um kvíslir og skörð: þær sem renna í þröngum farvegi niða hátt með miklum ómi, stórfljótin renna mjúklega með þægilegum nið. Allt sem eitthvað vantar á eða í hefur hátt og lætur mikinn. Allt sem er breitt og fullkomnað er friðsælt.

55. Við nefnum hund ekki hund bara af því hann er svo duglegur að gelta. Maður er ekki endilega góður maður af því hann talar svo mikið.

56. Fólk sem hefur miklar skoðanir gerir það eitt að skipta sér endalaust af öðrum.

57. Mundu það að vitleysan er eins og byrði á huganum.

58. Það er ekki nógu mikið myrkur í öllum heiminum til að kæfa ljósið af einu litlu kerti.

59. Hver einasta manneskja er höfundur heilsufars síns eða veikinda.

60. Ef þú horfir í réttu áttina þarftu bara að halda áfram að færa þig þangað.