- Veitingarýni Fréttanetsins
- Ellý Ármanns skrifar
- VON mathús og bar
– Hafnarfjörður
– Helgarbröns
VON mathús og bar er veitingastaður staðsettur við höfnina í Hafnarfirði. Fréttanetið fékk borð á þessum heimilislega stað í hádegi á fögrum sunnudegi eftir nokkra bið en mathúsið var þéttsetið þennan dag enda helgarbrönsinn ákaflega vinsæll.
Rómaður helgarbröns
Tilgangurinn var að sannreyna rómaðan helgarbröns staðarins sem sagður er himneskur. Sest var til borðs með miklar væntingar. Laxavafflan var guðdómleg og helgarbröns #1 ekki síðri.
Niðurstaðan: Himneskur helgarbröns sem allir verða að leyfa sér að prófa.
Boðið er upp á tvo mismunandi bröns diska á VON mathús og bar. Þennan sunnudag var bröns sem kallast einfaldlega ,,Bröns númer eitt” fyrir valinu en hann inniheldur egg, svínasíðu, kartöflur, pylsur, gríska jógúrt með heimagerðu granóla og brauð með osti fylgdi með. Verð 2.590 krónur.
Boðið er upp á dýrindis vöfflur með alls konar útfærslum. Fyrir valinu var vafflan með reyktum laxi, avacado, eggi, grænkáli og eggjakremi. Hún smakkaðist guðdómlega. Vægast sagt fullkomin byrjun á sunnudegi. Verð 1.990 krónur.
Andrúmsloft staðarins er áberandi afslappað og viðmót starfsfólks frábært. Matargestir horfa á kokkana elda í opnu rými eldhússins sem gerir upplifunina skemmtilegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna.
Brönsinn er himneskur á því leikur enginn vafi. Hér er á ferðinni upplifun í hjarta Hafnarfjarðar sem fullkominn fyrir alla fjölskylduna er. Svo má ekki gleyma að minnast á að boðið er upp á sérstakan barnabröns fyrir ungu gestina.
Laugardagar frá 11:30 til 14:00
Sunnudagar 11:30 til 14:00
Mælt er með borðapöntun.
S: 583-6000