FréttanetiðFréttir

Börnin þín verða GÁFAÐRI… ef þú eignast þau á FERTUGSALDRI

Ný rannsókn við London School of Economics sýnir fram á að það er best fyrir konur að eignast barn á fertugsaldri.

Vísindamenn greindu gögn úr annarri rannsókn sem fylgdist með þroska átján þúsund breskra barna yfir langan tíma. Börn sem fæðast til mæðra á fertugsaldri eru líklegri til að vera gáfaðri en þau börn sem fæðast til kvenna á þrítugs- eða fimmtugsaldri.

“Frumbyrjur á fertugsaldri eru líklegri til að vera meira menntaðar, hafa betri laun og eru líklegri til að vera í betra ástarsambandi, lifa heilbrigðara lífi, leita sér þjónustu á meðgöngunni og eru búnar að plana óléttuna,” segir vísindamaðurinn Alice Goisis í viðtali við The Times.

Þá kemur einnig fram að konur sem eignast börn á fimmtugsaldri eru líklegri til að gefa börnum sínum brjóst og lesa fyrir þau. Þá eru þær einnig líklegri til að reykja minna en konur í öðrum aldurshópum en á móti kemur að þessar mæður eru líklegri til að eignast of feit börn því konur á þessum aldri leika ekki jafn mikið við börn sín og yngri mæður.