FréttanetiðHeilsa

Borðar þú alltof OF MIKIÐ? Þú þarft bara að gera…EINN hlut til að hætta því

Einkaþjálfarinn Ricki Friedman segir að maður þurfi bara að gera einn hlut ef maður borðar alltaf yfir sig – að fara út í göngutúr. Í grein á vefnum Popsugar kemur fram að þessi aðferð hafi virkað margoft fyrir kúnna hennar.

Hún segir sínum kúnnum að fara reglulega í stutta göngutúra, jafnvel þó þeir séu ekki búnir að borða eða séu í matarboði.

„Ef þú ert búin/n að sitja í meira en þrjátíu mínútur við matarborðið skaltu standa upp og afsaka þig,“ segir Ricki. Að hennar sögn getur maður lagt á það mat hvort maður sé enn svangur þegar maður snýr aftur að borðinu.