FréttanetiðMatur & drykkir

Blómkál hefur aldrei verið svona GÓMSÆTT… þið verðið að prófa þennan rétt – UPPSKRIFT

Ef ykkur finnst blómkál ekkert spes en borðið það því það er svo hollt þá þurfið þið að prófa þessa uppskrift. Blómkál hefur aldrei verið svona gott.

Hunangsblómkál

Hráefni:

1 lítill blómkálshaus, skorinn í munnbita

2 bollar brauðrasp

2 stór egg, þeytt

Í sósuna:

6 msk hunang

4 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 tsk laukduft

6 msk vatn + 2 tsk maíssterkja

1 1/2 msk sojasósa

1/2 msk sriracha-sósa

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°c og setjið bökunarpappír á ofnskúffu. Dýfið blómkálsbitunum ofan í þeyttu eggin og veltið þeim síðan upp úr brauðraspi þar til allur bitinn er þakinn í raspi. Raðið bitunum á ofnskúffuna og bakið í 15 til 20 mínútur. Búið til sósuna á meðan blómkálið er að bakast. Setjið öll hráefni, nema maíssterkju og vatn, í pott og látið koma upp suðu. Látið maíssterkjuna leysast upp í vatninu í skál og bætið því síðan út í sósuna. Hrærið þar til sósan sýður aftur og eldið þar til hún þykknar, eða í 2 mínútur. Hellið sósunni yfir blómkálið og berið fram heitt.