FréttanetiðHeilsa

Blandaðu þér þennan drykk…og segðu FITUNNI stríð á hendur – UPPSKRIFT

Nú er farið að hitna í veðri og því ekki ákjósanlegt að hanga uppí sófa og fá sér kruðerí heldur vera úti og hreyfa sig. Þá er um að gera að blanda sér þennan drykk sem getur hjálpað í baráttunni við aukakílóin.

Detox-drykkur

Hráefni:

Vatn

1 súraldin

1 poki grænt te

1/4 bolli myntulauf

Aðferð:

Fyllið stóra krukku af vatni og setjið tepokann ofaní. Setjið blönduna inn í ísskáp í hálftíma. Skerið niður súraldinið og myntuna og setjið út í vatnið. Takið tepokann úr vatninu og setjið lok á krukkuna. Setjið inn í ísskáp í hálftíma til viðbótar og drekkið. Svo er líka tilvalið að bæta nokkrum klökum út í.