FréttanetiðFólk

,,Erum enn í skýjunum” – Brotið blað í sögu SIGLUFJARÐAR… tvær konur ganga í hjónaband… sjáðu MYNDIRNAR

Laugardaginn 27.maí síðastliðinn gengu Birgitta Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Ósk Norðfjörð, kölluð Hófí, í heilagt hjónaband.  Þær eru fyrsta samkynhneigða parið sem giftist á Siglufirði.  Við fengum góðfúslegt leyfi til að birta myndir frá þessum eftirminnilega degi í lífi hjónanna.  Birgitta fletti með okkur í gegnum myndirnar  sem lýsa brúðkaupsdeginum þeirra svo vel.

fallegar
Hélt aftur tárunum
,,Ég gekk inn altarið með Þorsteini föður mínum á meðan litla frænka mín hún Margrét Brynja söng og ég átti erfitt með að halda aftur tárunum, sérstaklega þegar ég var komin upp altarið og Hófí byrjaði að labba inn í fylgd með Hrefnu móður sinni,” segir Birgitta einlæg og bætir við: ,,Athöfnin var gullfalleg”.

Fullkominn dagur
,,Ég var búin að ímynda mér þennan dag síðan að ég kynntist henni Hófí en ég bjóst aldrei við því að dagurinn yrði svona ótrúlega skemmtilegur, fallegur og fullkominn.  Í fyrsta lagi þá er þetta í fyrsta skiptið á Siglufirði sem að tvær konur ganga í hjónaband, aldrei hefur áður samkynhneigt par gengið í það heilaga hér,” segir hún stolt.

2017-05-27 16-50-32-SÞ-001

Gaypride fánanum flaggað – nema hvað
,,Veislustjórarnir okkar, Sunna Björg og Eva Karlotta, redduðu gaypride fánanum og honum var flaggað fyrir utan kirkjuna þennan sólríka dag. Yndisleg sjón,” útskýrir Birgitta þegar hún heldur áfram að rifja upp brúðkaupsdaginn.

2017-05-27 17-12-38-SÞ-006
Margrét Brynja söng við undirspil Evu Karlottu.

2017-05-27 17-33-02-SÞ-012
Fyrsta samkynhneigða parið gefið saman á Siglufirði
,,Presturinn okkar, Sigurður Ægisson, hafði heldur aldrei gift samkynhneigt par áður og var næstum því eins spenntur og við.”

2017-05-27 18-23-37-SÞ-017
Allir gestir biðu brúðhjónanna með gaypride fána
,,Eftir athöfnina fórum við í myndatöku við strákagöng og bryggju á móti Síldarminjasafninu, þar sem hún Inga Sör tók myndir af okkur og þær komu ævintýralega vel út.  Þegar við komum í veisluna voru vinir okkar og fjölskylda búin að raða sér upp og héldu öll á litlum gaypride fána og fögnuðu,” segir Birgitta.  

kakaskorin
Hrefna tengdamamma bakaði brúðartertuna
,,Maturinn var frábær, við vorum með sveppasúpu, og svo í aðalrétt voru BBQ grísarif, þar sem allir getir fengu smekki og gúmmíhanska – það var frábært. Franskar, salat og kokteilsósa með. Kakan var glæsileg, Hrefna tengdamamma gerði hana.  Það voru allir í skýjunum, við brúðhjónin, foreldrar, tengdaforeldrar, fallegu börnin hennar Hófíar, ömmur, afar, vinir og ættingjar.”

2017-05-27 20-39-14-SÞ-032
Pabbarnir skemmtu við gríðarlegan fögnuð
,,Veislan sjálf var mögnuð.  Hún tók stað á Kaffi Rauðku. Þetta var eins og hið besta show. Við erum að tala um að feður okkar, Þorsteinn og Rabbi,  tóku tvö lög til okkar ,,Þú ein” og ,,Isn’t she lovely”.”

2017-05-27 23-21-30-SÞ-061
Stórglæsileg hjónin stigu trylltan dans.

2017-05-27 23-08-53-SÞ-056
Skemmtiatriðin persónuleg
,,Veislustjórarnir okkar, Sunna Björg og Eva Karlotta, fóru á kostum, þær eru svo fyndnar. Þær gjörsamlega gerðu kvöldið okkar ógleymanlegt. Sönghópurinn okkar, Dívurnar, tóku lagið, Margrét Brynja litla frænka mín var búin að æfa sig með ukulele í marga mánuði fyrir eitt lag sem hún kom okkur á óvart með og svo tókum við brúðhjónin eitt lag saman.”

IMG_9370
MYND/ Inga Sör

Sönn ást
,,Ég hef aldrei upplifað eins mikla fegurð, hlátur og gleði. Ég og konan mín erum enn í skýjunum og ástfangnar upp að haus. Við eigum þessar yndislegu minningar að eilífu,” segir Birgitta að lokum.

birgitta_hofi
MYNDIR/ Inga Sör

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is