FréttanetiðMatur & drykkir

Besti kjúklingurinn… sem öll fjölskyldan ELSKAR – UPPSKRIFT

Ef þig vantar einfalda kjúklingauppskrift sem slær alltaf í gegn þá þarftu ekki að leita lengra.

Sinneps- og hunangskjúlli

Hráefni:

4 kjúklingabringur

2 tsk salt

2 tsk pipar

1/4 bolli dijon sinnep

3 msk hunang

2 msk majónes

3/4 bolli brauðrasp

1 msk ólífuolía

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Blandið sinnepi, hunangi og majónesi saman í lítilli skál og setjið til hliðar. Berjið kjúklingabringurnar til að þynna þær aðeins. Setjið bringurnar á bökunarpappírinn og kryddið með salti og pipar. Hellið síðan hunangssinnepssósunni ofan á og hellið því næst brauðraspi ofan á sósuna. Drissið smá ólífuolíu á raspið og bakið í um 20 mínútur. Leyfið kjúklingnum að hvíla í 2 mínútur og berið síðan fram.