FréttanetiðFólk

Besta skúffukaka fyrr og síðar… æðisleg ef þú ert í prófum… fullkomin í kaffiboðið – UPPSKRIFT

Berglind Ólafsdóttir sem heldur úti æðislegu matarbloggi Krydd og krásir gefur okkur uppskrift að svakalega bragðgóðri skúffuköku sem dætur hennar kunna að meta og þá sér í lagi þegar þær eru í prófum.


skuffukaka1

,,Þessi er gömul og góð frá móður minni heitinni. Uppskriftin hefur reyndar þróast aðeins í gegnum árin. Hún er ákaflega vinsæl þegar dætur mínar þreyta vorpróf og þegar sólin skín er einfaldara að halda einbeitingu við námið ef þessi er til. Þá kætast bræður mínir sérstaklega þegar ég býð þeim í kaffi og baka skúffukökuna hennar mömmu,” segir Berglind.

Uppskrift ala mamma

2 bollar hveiti
1 1/2 bolli sykur
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. sódaduft
5 msk. kakó
80 gr. smjör brætt
1/4 bolli olía (60 ml.)
1 bolli mjólk
2 egg

Aðferð:  Setjið allt hráefni nema eggin í hrærivélaskál og hrærið saman. Eggjunum er bætt í deigið í lokin og hrærð vel saman við.  Setjið í vel smurt skúffukökuform (26×35 cm) og bakið við 200°C í 20 mínútur.  Látið kólna á meðan kremið er útbúið.

kaka

Súkkulaðikrem 

200 gr. smjör brætt
2 msk. vatn
2 msk. kakó
300 gr. flórsykur
1 eggjarauða

Aðferð: Bræðið smjörið í potti og takið tæplega helminginn frá og geymið.  Sigtið flórsykur og kakó saman. Hafið pottinn á vægum hita og setjið vatn, flórsykur og kakó út í pottinn og hrærið saman. Slökkvið undir pottinum og takið af hellunni ef enn er á henni hiti.  Bætið smjörinu sem var tekið frá saman við og hrærið vel þar til allt blandast vel saman.

Loks er eggjarauðunni hrært saman við.  Kremið á nú að vera slétt og glansandi.  Setjið kremið á skúffukökuna, skreytið að vild – hefðbundið er að strá kókosmjöli yfir.

Sjá meira á Kryddogkrasir