FréttanetiðFólk

Hún elskar Barbie… og ákvað að taka þemað alla leið… sjáðu þessar MYNDIR

Francesca Bellavita er fatahönnuður sem heldur úti skemmtilegri bloggsíðu þar sem hún sýnir hönnun sína og gefur góð ráð hvað útlit og fatastíl varðar. Hún hélt nýverið upp á þrítugsafmælið sitt og það er óhætt að segja að hún hafi tekið þema veislunnar ansi alvarlega.

barbei9h

Barbie þema tekið alla leið

Þema veislunnar var „Barbie“ og Francesca hefur greinilega notið þess að huga að hinum minnstu smáatriðum við skipulag veislunnar. Kjólinn hannaði hún sjálf og myndi hann sóma sér vel á hvaða Barbie dúkku sem er. Francesca fékk viðburðarþjónustu til þess að aðstoða sig við útfærslu veislunnar og eins og myndirnar sýna þá er útkoman glæsileg.

Gestirnir mættu klæddir sem annað hvort Barbie eða Ken í falleg húsakynnin sem skreytt höfðu verið eins og Barbie hús sem margar stúlkur kannast eflaust vel við. Flugeldar, reykur frá sundlauginni, sápukúlur og „Bellavita“ skilti voru meðal þess sem blasti við þegar gestina bar að garði. Húsgögn, teppi og pálmatré léku stórt hlutverk í þessari fallegu umgjörð veislunnar en allt var þetta í Barbie stíl.
barbei9m barbei9o barbei9p barbie4 barbie3 barbie2 barbie1 barbei9q barbie5 barbie8 barbie9 barbie9e barbie9d barbie9c barbie9b barbie9a barbie9f barbie9g barbie9h

Risastór kaka, kokteilar og nammi

Umhverfið var allt upplýst í bleikum lit og einnig var boðið upp á bleika kokteila. Ekki má gleyma risastóru Barbie kökunni og bleika sælgætinu sem einnig var hluti af skreytingunum.

Francesca var sérstaklega stolt af Barbie kassanum sem hún lét útbúa svo hægt væri að taka myndir af gestunum í sínum eigin Barbie kassa, en hann leit út alveg eins og þeir sem við sjáum í dótabúðinni. Francesca var að vonum ánægð með veisluna og af myndunum að dæma skemmtu gestirnir sér þrælvel.

barbie9i barbie9j barbie9k barbie9kl barbie9p barbie9q barbie7

 

Loa
Lóa Guðrún Kristinsdóttir
Fréttanetið