FréttanetiðFólk

Baráttan við BÓLURNAR… rústaði sjálfstraustinu – “Mér leið eins og ég væri útskúfuð”

Fyrirsætan Kendall Jenner opnaði sig á bloggi sínu um baráttu sína við bólur á unglingsárunum. Hún skrifaði að hún hafi byrjað að fá bólur þegar hún var 12 eða 13 ára.

“Þetta hafði mest áhrif á hve meðvituð ég varð um sjálfa mig. Þetta eyðilagði sjálfstraustið mitt. Ég gat ekki einu sinni horft á fólk þegar ég var að tala við það. Mér leið eins og ég væri útskúfuð þegar ég talaði og huldi andlitið með hendinni. Auðvitað varð ég skotin í strákum í skóla en ég hugsaði ekki einu sinni um að horfa á þá,” skrifar Kendall.

Hún þakkaði fjölskyldu sinni fyrir að hjálpa sér í gegnum þetta tímabil, sérstaklega stóru systur sinni, Kim Kardashian.

gallery-1446002356-gettyimages-493489776