FréttanetiðMatur & drykkir

Bara ÞRJÚ HRÁEFNI… og þú ert komin með fullkomið ORKUSKOT eftir ræktina – UPPSKRIFT

Þessar litlu, sætu próteinkúlur eru algjör snilld eftir ræktina og ekki skemmir fyrir að þær eru 100 prósent vegan. Og svo einfaldar!

OrkukúlurHráefni:

1 bolli haframjöl1 skeið próteinduft með vanillubragði (meira ef vill)1 stór banani

Aðferð:

Setjið haframjöl og próteinduft i matvinnsluvél og saxið í um eina mínútu. Blandið banananum saman við og saxið þar til blandan er lík deigi. Rúllið tólf kúlur og setjið í gott box. Ef þið ætlið ekki að borða þetta strax þá verður þetta að vera geymt inni í ísskáp.