FréttanetiðMatur & drykkir

Bara nokkur hráefni… og þú ert komin með ÓVIÐJAFNANLEGA salatsósu… þvílíkt lostæti – UPPSKRIFT

Þessi salatsósa eru æðislega góð og ekki skemmir fyrir að hún er meinholl og fallega græn á litinn.

Lárperusósa

Hráefni:

1 lárpera

safi úr 1 súraldin

4 msk kókosmjólk

1 hvítlauksgeiri

1/4 bolli vatn

salt og pipar

Aðferð:

Setjið öll hráefni í matvinnsluvél eða blandara og blandið vel saman. Sósuna er hægt að geyma í lokuðu íláti í ísskáp í allt að þrjá daga.