FréttanetiðHeilsa

Bara FJÖGUR HRÁEFNI… og þú getur búið til geggjaðan fótaskrúbb… og þú mátt BORÐA hann – UPPSKRIFT

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að heimagerðum skrúbbum en þessi fótaskrúbbur er ekki bara einstaklega fallegur heldur líka mjög bragðgóður. Fæturnir á þér eiga eftir að elska þig!

Jarðarberjaskrúbbur

Hráefni:

3/4 bolli kókosolía

1/4 bolli möndluolía

1 1/2 bolli frosin jarðarber, unnin í matvinnsluvél þar til þau líkjast helst dufti

2 bollar sykur

Aðferð:

Þeytið kókosolíuna með hrærivél eða handþeytara í um fimm mínútur. Hrærið möndluolíunni saman við. Setjið til hliðar. Blandið sykri og jarðarberjum saman í annarri skál og hrærið síðan helmingnum af blöndunni varlega saman við olíublönduna. Blandið síðan hinum helmingnum varlega saman við. Geymið í góðri krukku með þéttu loki.